Innlent

Gefa bíómiða um hábjartan dag á leik Íslands og Króatíu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Kýpur.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Kýpur. Mynd/Vilhelm
Landsleikur Íslands gegn Króatíu sem fram fer 15. nóvember næstkomandi verður sýndur í beinni útsendingu í Smárabíó. Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli var í meira lagi umdeild en sala á miðum á leikinn hófst um miðja nótt og var uppselt á leikinn skömmu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun.

Smárabíó ætlar í samtarfi við RÚV að bjóða þeim sem ekki geta horft á leikinn á sjálfum Laugardalsvelli að næla sér í fríann miða á leikinn í Smárabíó sem sýndur verður í frábærum myndgæðum. Leikurinn verður mikilvægasti knattspyrnuleikur sem íslenskt karlalandslið hefur leikið.

Hægt verður að nálgast miða á eMiði.is og í miðasölu Smárabíós frá kl. 15:00 á morgun, mánudaginn 4. nóvember. „Þú þarft ekki að vaka eftir miðum því við ætlum að gefa þá um hábjartan dag,“ segir á heimasíðu Smárabíós.


Tengdar fréttir

Yfirlýsing frá KSÍ: 5000 miðar voru í boði fyrir almenning

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslensk fyrirtæki hafi sóst eftir mörg þúsund miðum á landsleik Íslands og Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Hann biðst afsökunar á því hvernig staðið var að miðasölunni.

Króatískir fjölmiðlar fjalla um miðasölu KSÍ

Króatískir fjölmiðlar fjalla í dag um miðasölu KSÍ á landsleik Íslands og Króata í umspili um sæti á heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fram fer á næsta ári.

Ákváðu fyrirkomulag sölu seint um kvöld

Framkvæmd miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu vakti reiði margra í gær. Ákvörðunin um að setja miðana í sölu klukkan fjögur um nóttina var tekin kvöldið áður. Fólk virðist ekki hafa hamstrað miðana, segir framkvæmdastjóri KSÍ.

KSÍ afturkallar miðakaup

"Ég hef fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega mikið af miðum og séu að selja þá á öðrum miðlum,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×