Staða einstæðra foreldra fer stöðugt versnandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 08:00 Leikskólagjöld einstæðra foreldra hækka um 1.675 krónur á mánuði á næsta ári miðað við átta tíma vistun. Mynd / Anton Brink „Stjórn Félags einstæðra foreldra skorar á Reykjavíkurborg að endurskoða þessar aðgerðir tafarlaust með tilliti til einstæðra foreldra,“ segir í tilkynningu frá Félagi einstæðra foreldra, um gjaldskrárhækkanir Reykjavíkurborgar á næsta ári. Hækkanir bitna talsvert á barnafjölskyldum þar sem gjöld fyrir skólamáltíðir, frístundaheimili og leikskóla eru meðal annars hækkuð. Hlutfallslega hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra, öryrkja og námsmanna meira en sambúðarfólks. „Einstæðir foreldrar hafa komið hvað verst út úr þeim fjárhagslegu kröggum sem riðið hafa yfir íslenskt samfélag á undanförnum árum. Margar úttektir benda til þess að staða þeirra fari stöðugt versnandi og að minna tillit sé tekið til fjölskyldna með einu foreldri. Ákvarðanir um hækkun á leikskólagjöldum og fæðisgjöldum í grunnskólum eru enn eitt merki um slíkt. Félag einstæðra foreldra hugnast þessar aðgerðir illa og telur þær koma gríðarlega illa niður á sínum hagsmunahópi,“ segir ennfremur í tilkynningu.Oktavía Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra og Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Skóla- og frístundaráðs.Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að þrátt fyrir hækkanir sé hvergi hagstæðara fyrir foreldra að búa en í Reykjavík og sérstaklega fyrir einstæða foreldra. „Reykvíkingar njóta góðs af stærðinni og hagkvæmni hennar. Við höfum alltaf lagt áherslu á sanngjarnar gjaldskrár og systkinaafslætti sem fjölskyldur munar verulega um.“ Oddný segir hækkanir ganga jafnt yfir foreldra. „Það er flöt hækkun á fæðisgjaldi hjá öllum foreldrum þannig að það hækkar hlutfallslega mest heildargjöld þeirra sem borga lægstu gjöldin,“ segir Oddný. Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi Félags einstæðra foreldra, segir að stærsti hópur þeirra sem leiti til félagsins séu ungir einstæðir foreldrar á bótum eða í lágvinnustörfum. „Þetta er fólk sem þarf að velta fyrir sér hverjum þúsund kalli því þegar fólk lifir á fátæktarmörkum skiptir hver einasta króna máli. Í Reykjavík er kannski mesta niðurgreiðslan en það er ekki þar með sagt að það sé ódýrt að búa þar og oft engin leið fyrir einstæða foreldra að ná endum saman,“ segir Oktavía. Aðrar fyrirliggjandi gjaldskrárhækkanir munu einnig hafa einhver áhrif á barnafjölskyldur. Má þar nefna sumarnámskeið á vegum borgarinnar og aðgangur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Barnafjölskyldur njóta þó góðs af auknu framlagi borgarinnar til dagforeldra sem og hærri greiðslum til stuðningsfjölskyldna.Það þyrfti meira samráð „Bæði móðir og faðir eru einstæðir foreldrar enda þurfa báðir að búa barninu heimili,“ segir Árni Guðmundur Guðmundsson sem deilir forræði á dóttur sinni með barnsmóður sinni. „Langfæstir feður eru með lögheimili barnsins og hafa því engin réttindi, engar barnabætur, lægri leigubætur en borga samt meðlag og í mínu tilfelli tek ég stærstan þátt í öllum kostnaði sem fer sívaxandi þannig að hver einasta króna telur.“ Árni segir að auka mætti samráð við einstæða foreldra. „Jöfn búseta barna er til dæmis atriði sem ætti að bera undir einstæða foreldra og nýta okkar reynslu og þekkingu. Það er þrengt að feðrum í mörgum málum og eilífar peningaáhyggjur draga úr lífsþrótti og ánægju,“ segir Árni.Má ekki við meiri hækkun „Það hækkar allt, mjólk, brauð, meira að segja fötin í Rauðakrossbúðunum. Þannig að maður má ekki við meiri hækkunum,“ segir Hildur Embla Ragnheiðardóttir sem er einstæð fjögurra barna móðir. Hildur reynir að leyfa börnunum að stunda tómstundir eins og hún getur en hefur þurft að skera þar niður líka. „Tvö elstu börnin þurftu að hætta í tónlistarnámi síðustu áramót eftir margra ára nám en einstæðir foreldrar fá engan afslátt af tómstundum umfram sambúðarfólk. Það er fjölskyldan og vinirnir sem bjarga mér reglulega með því að gefa börnunum gömul föt og aðrar nauðsynjar sem ég gæti aldrei keypt sjálf.“Útgjöld hækka þegar barnið byrjar í grunnskóla „Það er niðurgreiðsla á leikskólagjöldum en engin niðurgreiðsla þegar börn fara í grunnskóla,“ segir Laufey Ólafsdóttir sem er einstæð móðir með þrjú börn. „Þegar einstætt foreldri sendir barn í grunnskóla þá hækka útgjöldin en hjá hjónafólki lækka gjöldin. Það falla niður allar niðurgreiðslur hjá einstæðum foreldrum eftir leikskóla og þeir njóta engra sérkjara.“ Laufey segir tómstundaiðkun sérlega dýra fyrir einstæða foreldra. „Tómstundakortið hjálpar til en 25 þúsund krónur duga skammt þar sem tómstundir kosta oft hundrað þúsund krónur fyrir önnina og jafnvel meira.“ Í fyrra var Laufey með börn á leikskólastigi, grunnskólastigi og framhaldsskólastigi. „Þá fær maður engan afslátt af mataráskrift. Maður fær frían mat fyrir þriðja barn ef öll börnin eru á sama skólastigi.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
„Stjórn Félags einstæðra foreldra skorar á Reykjavíkurborg að endurskoða þessar aðgerðir tafarlaust með tilliti til einstæðra foreldra,“ segir í tilkynningu frá Félagi einstæðra foreldra, um gjaldskrárhækkanir Reykjavíkurborgar á næsta ári. Hækkanir bitna talsvert á barnafjölskyldum þar sem gjöld fyrir skólamáltíðir, frístundaheimili og leikskóla eru meðal annars hækkuð. Hlutfallslega hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra, öryrkja og námsmanna meira en sambúðarfólks. „Einstæðir foreldrar hafa komið hvað verst út úr þeim fjárhagslegu kröggum sem riðið hafa yfir íslenskt samfélag á undanförnum árum. Margar úttektir benda til þess að staða þeirra fari stöðugt versnandi og að minna tillit sé tekið til fjölskyldna með einu foreldri. Ákvarðanir um hækkun á leikskólagjöldum og fæðisgjöldum í grunnskólum eru enn eitt merki um slíkt. Félag einstæðra foreldra hugnast þessar aðgerðir illa og telur þær koma gríðarlega illa niður á sínum hagsmunahópi,“ segir ennfremur í tilkynningu.Oktavía Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra og Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Skóla- og frístundaráðs.Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að þrátt fyrir hækkanir sé hvergi hagstæðara fyrir foreldra að búa en í Reykjavík og sérstaklega fyrir einstæða foreldra. „Reykvíkingar njóta góðs af stærðinni og hagkvæmni hennar. Við höfum alltaf lagt áherslu á sanngjarnar gjaldskrár og systkinaafslætti sem fjölskyldur munar verulega um.“ Oddný segir hækkanir ganga jafnt yfir foreldra. „Það er flöt hækkun á fæðisgjaldi hjá öllum foreldrum þannig að það hækkar hlutfallslega mest heildargjöld þeirra sem borga lægstu gjöldin,“ segir Oddný. Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi Félags einstæðra foreldra, segir að stærsti hópur þeirra sem leiti til félagsins séu ungir einstæðir foreldrar á bótum eða í lágvinnustörfum. „Þetta er fólk sem þarf að velta fyrir sér hverjum þúsund kalli því þegar fólk lifir á fátæktarmörkum skiptir hver einasta króna máli. Í Reykjavík er kannski mesta niðurgreiðslan en það er ekki þar með sagt að það sé ódýrt að búa þar og oft engin leið fyrir einstæða foreldra að ná endum saman,“ segir Oktavía. Aðrar fyrirliggjandi gjaldskrárhækkanir munu einnig hafa einhver áhrif á barnafjölskyldur. Má þar nefna sumarnámskeið á vegum borgarinnar og aðgangur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Barnafjölskyldur njóta þó góðs af auknu framlagi borgarinnar til dagforeldra sem og hærri greiðslum til stuðningsfjölskyldna.Það þyrfti meira samráð „Bæði móðir og faðir eru einstæðir foreldrar enda þurfa báðir að búa barninu heimili,“ segir Árni Guðmundur Guðmundsson sem deilir forræði á dóttur sinni með barnsmóður sinni. „Langfæstir feður eru með lögheimili barnsins og hafa því engin réttindi, engar barnabætur, lægri leigubætur en borga samt meðlag og í mínu tilfelli tek ég stærstan þátt í öllum kostnaði sem fer sívaxandi þannig að hver einasta króna telur.“ Árni segir að auka mætti samráð við einstæða foreldra. „Jöfn búseta barna er til dæmis atriði sem ætti að bera undir einstæða foreldra og nýta okkar reynslu og þekkingu. Það er þrengt að feðrum í mörgum málum og eilífar peningaáhyggjur draga úr lífsþrótti og ánægju,“ segir Árni.Má ekki við meiri hækkun „Það hækkar allt, mjólk, brauð, meira að segja fötin í Rauðakrossbúðunum. Þannig að maður má ekki við meiri hækkunum,“ segir Hildur Embla Ragnheiðardóttir sem er einstæð fjögurra barna móðir. Hildur reynir að leyfa börnunum að stunda tómstundir eins og hún getur en hefur þurft að skera þar niður líka. „Tvö elstu börnin þurftu að hætta í tónlistarnámi síðustu áramót eftir margra ára nám en einstæðir foreldrar fá engan afslátt af tómstundum umfram sambúðarfólk. Það er fjölskyldan og vinirnir sem bjarga mér reglulega með því að gefa börnunum gömul föt og aðrar nauðsynjar sem ég gæti aldrei keypt sjálf.“Útgjöld hækka þegar barnið byrjar í grunnskóla „Það er niðurgreiðsla á leikskólagjöldum en engin niðurgreiðsla þegar börn fara í grunnskóla,“ segir Laufey Ólafsdóttir sem er einstæð móðir með þrjú börn. „Þegar einstætt foreldri sendir barn í grunnskóla þá hækka útgjöldin en hjá hjónafólki lækka gjöldin. Það falla niður allar niðurgreiðslur hjá einstæðum foreldrum eftir leikskóla og þeir njóta engra sérkjara.“ Laufey segir tómstundaiðkun sérlega dýra fyrir einstæða foreldra. „Tómstundakortið hjálpar til en 25 þúsund krónur duga skammt þar sem tómstundir kosta oft hundrað þúsund krónur fyrir önnina og jafnvel meira.“ Í fyrra var Laufey með börn á leikskólastigi, grunnskólastigi og framhaldsskólastigi. „Þá fær maður engan afslátt af mataráskrift. Maður fær frían mat fyrir þriðja barn ef öll börnin eru á sama skólastigi.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira