Tvennar sögur af hættu við síldveiðar á Breiðafirði Svavar Hávarðsson skrifar 1. nóvember 2013 08:39 Hér eru fimm bátar inni á voginum þar sem Lundey NS strandaði á dögunum. Hofstaðavogur er minni en Reykjavíkurtjörn. Mynd/Símon „Nei, ég deili ekki áhyggjum fólks af því að síldarskipin veiði síldina þetta nálægt landi. Ég hef allan skilning á þessu. Þetta hefur verið gert eins lengi og menn hafa sótt síld úr sjó við Ísland,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um síldveiðar á Breiðafirði. „Ég treysti einfaldlega skipstjórunum og þeim góðu skipum sem nýtt eru til veiðanna.“ Í Fréttablaðinu í gær greindu bæði heimamenn og skipstjóri á einum síldarbátanna frá því að veiðar svo nálægt landi væru umdeilanlegar, og jafnvel ástæða til að setja bann við því að bátarnir fari svo grunnt sem raun ber vitni. Bæði þyrfti að hafa í huga öryggi sjómannanna og þeirra miklu verðmæta sem í skipi og búnaði þess felst. Þá er einnig bent á hina augljósu hættu af mengun því samfara að skip strandi eða veiðarfæri rifni full af síld – Breiðafjörður sé viðkvæm náttúruperla og er fuglalífið í firðinum sérstaklega tiltekið. Sævar hefur skilning á því að menn veiði síldina núna; aldrei í sögunni hafi verið á vísan að róa þegar kemur að því að veiða síld við Ísland. Eins sé von um betra hráefni snemma á vertíðinni þar sem síldin horast mikið eftir því sem líður á haustið. „Þess utan eru betri aðstæður á Breiðafirði til veiðanna en víða annars staðar. Ekki síst vegna þess að landvar er þarna úr nær öllum áttum.“ Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að sveitarstjórnarfólk deili áhyggjum með heimamönnum. „Við höfum bókað ítrekað í bæjarstjórn varðandi þessar veiðar og höfum rætt áhyggjur okkar um hvað skipin eru nálægt við veiðarnar – hér allt í kring. Núna hafa þeir verið vestan megin við Hólminn, en á tímabili voru þeir að veiða mjög nálægt sjúkrahúsinu. Menn hafa alltaf áhyggjur af því að þetta fari í voða, það verður að segjast eins og er.“ Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, segir erfitt að meta aðstæður úr fjarlægð, en skýrt sé að skipstjórarnir bera ábyrgð á skipum sínum og til þess hafi þeir fullt traust. Eins séu veiðarnar ekki stundaðar með þessum hætti nema tímabundið – bæði í haust og almennt séð. „Við erum ekki að segja til um það úr landi hvar menn eiga að kasta og hvar ekki. Það er bara ekki hægt að stjórna veiðum þannig,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Nei, ég deili ekki áhyggjum fólks af því að síldarskipin veiði síldina þetta nálægt landi. Ég hef allan skilning á þessu. Þetta hefur verið gert eins lengi og menn hafa sótt síld úr sjó við Ísland,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um síldveiðar á Breiðafirði. „Ég treysti einfaldlega skipstjórunum og þeim góðu skipum sem nýtt eru til veiðanna.“ Í Fréttablaðinu í gær greindu bæði heimamenn og skipstjóri á einum síldarbátanna frá því að veiðar svo nálægt landi væru umdeilanlegar, og jafnvel ástæða til að setja bann við því að bátarnir fari svo grunnt sem raun ber vitni. Bæði þyrfti að hafa í huga öryggi sjómannanna og þeirra miklu verðmæta sem í skipi og búnaði þess felst. Þá er einnig bent á hina augljósu hættu af mengun því samfara að skip strandi eða veiðarfæri rifni full af síld – Breiðafjörður sé viðkvæm náttúruperla og er fuglalífið í firðinum sérstaklega tiltekið. Sævar hefur skilning á því að menn veiði síldina núna; aldrei í sögunni hafi verið á vísan að róa þegar kemur að því að veiða síld við Ísland. Eins sé von um betra hráefni snemma á vertíðinni þar sem síldin horast mikið eftir því sem líður á haustið. „Þess utan eru betri aðstæður á Breiðafirði til veiðanna en víða annars staðar. Ekki síst vegna þess að landvar er þarna úr nær öllum áttum.“ Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að sveitarstjórnarfólk deili áhyggjum með heimamönnum. „Við höfum bókað ítrekað í bæjarstjórn varðandi þessar veiðar og höfum rætt áhyggjur okkar um hvað skipin eru nálægt við veiðarnar – hér allt í kring. Núna hafa þeir verið vestan megin við Hólminn, en á tímabili voru þeir að veiða mjög nálægt sjúkrahúsinu. Menn hafa alltaf áhyggjur af því að þetta fari í voða, það verður að segjast eins og er.“ Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, segir erfitt að meta aðstæður úr fjarlægð, en skýrt sé að skipstjórarnir bera ábyrgð á skipum sínum og til þess hafi þeir fullt traust. Eins séu veiðarnar ekki stundaðar með þessum hætti nema tímabundið – bæði í haust og almennt séð. „Við erum ekki að segja til um það úr landi hvar menn eiga að kasta og hvar ekki. Það er bara ekki hægt að stjórna veiðum þannig,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira