Innlent

Þrír fórust í lestarslysi í Þýskalandi

Mynd/AP
Þrír létust og þrettán eru slasaðir eftir lestarslys í Þýskalandi nærri bænum Offenbach í dag. 35 voru um borð í farþegalestinni sem var á leið frá Frankfurt til Hanau.

Lestin, sem var á um ók á krana sem var á teinunum að sinna viðhaldi. Þeir sem létust voru lestarstjórinn og tveir verkamenn sem voru við störf.

Sjö eru sagðir alvarlega slasaðir en lestin var á um hundrað kílómetra hraða þegar hún skall á krananum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×