Ásdís Rán: Ég var svoddan villingur 13. apríl 2012 17:15 Fatnaður Ásdísar: Júník Smáralind myndir/arnold Björnsson Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir skildi nýverið við eiginmann sinn og barnsföður, knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson. Þau hófu sambúð fyrir níu árum og eiga saman börnin Hektor 6 ára og Victoriu Rán 5 ára. Hér má sjá hverju Ásdís svaraði í viðtali í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins, spurð um uppeldið og móðurhlutverkið. En hvernig hefur móðurhlutverkið breytt þér og viðhorfum þínum? Erfitt að segja, þar sem ég var bara krakki þegar ég varð mamma. Ég var sautján ára gömul en það mótaði mig. Gerði mig sterkari en samt umhyggjusamari. Maður lærir svo margt gott. Ég var svoddan villingur á þessum tíma og móðurstarfið róaði mig og kenndi mér auðmýkt, umhyggju og að vera ekki eigingjörn. Ég man að fólk dæmdi mig mikið af þessari ákvörðun að eiga barn svona ung og ég heyrði stanslaust tuggið á því að nú væri líf mitt búið, að það yrði aldrei neitt úr mér og draumarnir mínir búnir að vera. Ég man að ég reiddist oft mikið en sagði ekkert. Þetta pumpaði svolítið upp eldmóðinn í mér og ég hef alltaf trúað því að maður geti gert allt sem maður vill bara ef maður setur nógu mikla vinnu og ákveðni í það. Ég fæ svo mikið af bréfum mánaðarlega frá ungum stelpum í sömu aðstæðum og ég var á þessum tíma. Ég fæ oft smá sting í magann þegar ég hugsa til þess því þetta var ekki auðvelt. Þessar stúlkur vantar leiðbeiningar og ráð og langar til að fara sömu braut og ég gerði. Því miður næ ég ekki að svara öllum bréfunum en ég gæti eflaust komið upp ágætri ráðgjafaþjónustu á þessu sviði. Ég hef alltaf lagt mikinn metnað í allt sem ég geri og ég passa að gera allt 100% því ég er smá fullkomnunarsinni í mér. Til að mynda þegar ég fer í myndatökur þá vinn ég frekar eins og listamaður. Ég passa upp á að vera bara með rétta fólkið í kringum mig sem ég vel sjálf til að fá rétta útkomu hverju sinni. Hvernig var uppeldi þitt og hafði það áhrif á þig sem barn? Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og ég man voða lítið eftir því. Ég hef alist upp með foreldrum mínum hvoru í sínu lagi þannig að það hafði ekki mikil áhrif á mig sem barn. Þau eru bæði yndisleg og standa við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Pabbi, Gunnar Vignisson, og Birna konan hans búa á Egilsstöðum þar sem ég ólst upp að stóru leyti og mamma, Eygló, sem flestir þekkja, býr í 101 Reykjavík núna og við erum bestu vinkonur alltaf. Sambandið við þau bæði er gott. Pabbi er svona alvarlegri týpan og mamma er svoddan villingur þannig að ég hef fengið gott af hvoru tveggja. Hvernig upplifir þú tilveruna í kjölfar skilnaðarins við Garðar? Tilveran er alltaf yndisleg, maður verður bara að taka því sem lífið gefur manni. Eins og vinir mínir segja þá gengur tígrisdýrið laust og það segir allt sem segja þarf. Hvernig hlúir þú að sjálfri þér? Ég fer aðallega í ræktina. Kannski nudd eða spa, slappa af með góðum vinum, fer út að borða, nýt lífsins og hef gaman. Áttu góða að sem styðja þig í gegnum skilnaðinn? Þetta er kannski erfiðasti parturinn. Ég er ein úti með enga fjölskyldu og er búin að fara alveg ein í gegnum þetta ferli. Fjölskyldan auðvitað stendur við bakið á mér hérna á Íslandi og ég heyri í þeim á Skype og þannig. Garðar er í töluvert betri aðstæðum með alla familíuna og vinina hjá sér. En það getur líka verið þroskandi og gott að takast á við svona erfiðleika ein. Ég hugsa að það styrki mig bara og mér hefur tekist þetta ótrúlega vel.Ertu í góðu jafnvægi í þessari rússíbanareið Ásdís?Já, ég er alveg í ótrúlega góðu jafnvægi og get ekkert kvartað. Lífið á Facebook. Lífið fylgir Fréttablaðinu á föstudögum. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir skildi nýverið við eiginmann sinn og barnsföður, knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson. Þau hófu sambúð fyrir níu árum og eiga saman börnin Hektor 6 ára og Victoriu Rán 5 ára. Hér má sjá hverju Ásdís svaraði í viðtali í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins, spurð um uppeldið og móðurhlutverkið. En hvernig hefur móðurhlutverkið breytt þér og viðhorfum þínum? Erfitt að segja, þar sem ég var bara krakki þegar ég varð mamma. Ég var sautján ára gömul en það mótaði mig. Gerði mig sterkari en samt umhyggjusamari. Maður lærir svo margt gott. Ég var svoddan villingur á þessum tíma og móðurstarfið róaði mig og kenndi mér auðmýkt, umhyggju og að vera ekki eigingjörn. Ég man að fólk dæmdi mig mikið af þessari ákvörðun að eiga barn svona ung og ég heyrði stanslaust tuggið á því að nú væri líf mitt búið, að það yrði aldrei neitt úr mér og draumarnir mínir búnir að vera. Ég man að ég reiddist oft mikið en sagði ekkert. Þetta pumpaði svolítið upp eldmóðinn í mér og ég hef alltaf trúað því að maður geti gert allt sem maður vill bara ef maður setur nógu mikla vinnu og ákveðni í það. Ég fæ svo mikið af bréfum mánaðarlega frá ungum stelpum í sömu aðstæðum og ég var á þessum tíma. Ég fæ oft smá sting í magann þegar ég hugsa til þess því þetta var ekki auðvelt. Þessar stúlkur vantar leiðbeiningar og ráð og langar til að fara sömu braut og ég gerði. Því miður næ ég ekki að svara öllum bréfunum en ég gæti eflaust komið upp ágætri ráðgjafaþjónustu á þessu sviði. Ég hef alltaf lagt mikinn metnað í allt sem ég geri og ég passa að gera allt 100% því ég er smá fullkomnunarsinni í mér. Til að mynda þegar ég fer í myndatökur þá vinn ég frekar eins og listamaður. Ég passa upp á að vera bara með rétta fólkið í kringum mig sem ég vel sjálf til að fá rétta útkomu hverju sinni. Hvernig var uppeldi þitt og hafði það áhrif á þig sem barn? Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og ég man voða lítið eftir því. Ég hef alist upp með foreldrum mínum hvoru í sínu lagi þannig að það hafði ekki mikil áhrif á mig sem barn. Þau eru bæði yndisleg og standa við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Pabbi, Gunnar Vignisson, og Birna konan hans búa á Egilsstöðum þar sem ég ólst upp að stóru leyti og mamma, Eygló, sem flestir þekkja, býr í 101 Reykjavík núna og við erum bestu vinkonur alltaf. Sambandið við þau bæði er gott. Pabbi er svona alvarlegri týpan og mamma er svoddan villingur þannig að ég hef fengið gott af hvoru tveggja. Hvernig upplifir þú tilveruna í kjölfar skilnaðarins við Garðar? Tilveran er alltaf yndisleg, maður verður bara að taka því sem lífið gefur manni. Eins og vinir mínir segja þá gengur tígrisdýrið laust og það segir allt sem segja þarf. Hvernig hlúir þú að sjálfri þér? Ég fer aðallega í ræktina. Kannski nudd eða spa, slappa af með góðum vinum, fer út að borða, nýt lífsins og hef gaman. Áttu góða að sem styðja þig í gegnum skilnaðinn? Þetta er kannski erfiðasti parturinn. Ég er ein úti með enga fjölskyldu og er búin að fara alveg ein í gegnum þetta ferli. Fjölskyldan auðvitað stendur við bakið á mér hérna á Íslandi og ég heyri í þeim á Skype og þannig. Garðar er í töluvert betri aðstæðum með alla familíuna og vinina hjá sér. En það getur líka verið þroskandi og gott að takast á við svona erfiðleika ein. Ég hugsa að það styrki mig bara og mér hefur tekist þetta ótrúlega vel.Ertu í góðu jafnvægi í þessari rússíbanareið Ásdís?Já, ég er alveg í ótrúlega góðu jafnvægi og get ekkert kvartað. Lífið á Facebook. Lífið fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög