Fótbolti

Redknapp: Ekki á eftir Torres

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Torres í leik með Chelsea
Torres í leik með Chelsea MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir ekkert hæft í þeim orðrómi að Tottenham sé reiðubúið að láta Luka Modric fara til Chelsea í skiptum fyrir framherjan Fernando Torres.

Chelsea reyndi ítrekað að kaupa Modric frá Tottenham síðasta sumar án árangurs og virðast ekki hafa gefist upp á að næla í Króatan öfluga.

"Ég hef ekki heyrt það," sagði Redknapp spurður út í möguleg leikmannaskipti. "Ég held að Torres sé byrjaður að leika eins og við vitum að hann getur leikið, eins og hann gerði hjá Liverpool - hann er hágæða leikmaður, það er enginn vafi á því."

"Það er þó enginn möguleiki á að hann sé á leið til Tottenham og þeir hafa ekki boðið hann fyrir Luka Modric. Ég held að þeir nái því besta út úr honum," sagði Redknapp sem er bjartsýnn á að Modric skrifi undir nýjan samning við Tottenham.

"Ég veit ekki hver staðan er en vonandi nær stjórnarformaðurinn að semja við hann og hann skrifar undir nýjan samning, en hann er með langtímasamning við félagið hvort eð er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×