Fótbolti

Wenger ósáttur við vítaspyrnudóminn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Wenger ósáttur við margt í dag
Wenger ósáttur við margt í dag MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var allt annað en sáttur við vítaspyrnuna sem dómarinn Michael Oliver dæmdi á lið hans í 3-2 tapleiknum gegn Swansea í dag.

"Ég skil engan vegin hvar dómarinn gróf þetta víti upp," sagði Wenger sem var ekki síður ósáttur við varnarleik síns liðs.

"Við gerðum vitleysur í vörninni sem við hefðum ekki átt að gera. Þegar við jöfnuðum í 2-2 vissum við að við gætum skorað þriðja markið og þá var mikilvægt að gera engin mistök. Í síðustu leikjum höfum við gert fjölda mistaka sem er erfitt að útskýra. Þetta er ótrúlegt, þetta gerðist gegn Fulham og svo aftur í dag," sagði Wenger að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×