Innlent

Handtekinn grunaður um nauðgun

Frá Herjólfsdal aðfaranótt laugardags.
Frá Herjólfsdal aðfaranótt laugardags. mynd/ óskar p. friðriksson
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa nauðgað stúlku aðfaranótt laugardags í Herjólfsdal.

Maðurinn var handtekinn í Herjólfsdal seint í gærkvöldi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hans verið leitað frá því að stúlkan, sem er átján ára gömul, lagði fram kæru í gærmorgun. Hún var í kjölfarið flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku fórnarlamba fyrir kynferðisbrot.

Nauðgunin átti sér stað inni í tjaldi í Herjólfsdal. Engin vitni voru að atburðinum en maðurinn var handtekinn á grundvelli vitnisburðar stúlkunnar. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður og verður yfirheyrður síðar í dag. Málið er á forræði rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi sem tekur ákvörðun um næstu skref.

Nauðgunarkæran er sú eina sem hefur komið inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum það sem af er þessari Þjóðhátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×