Í gær hófst formlega tískuvikan í New York og þar með er tískuveislan í gang fyrir árið 2012. New York ríður á vaðið en allar hinar tískuborgirnar fylgja í kjölfarið. Tískuvikan í London fer af stað þann 12 febrúar, Mílanó þann 22 febrúar og í París hefst tískuvikan þann 28 febrúar.
Það er því mikil veisla í vændum fyrir tískuunnendur út um allan heim en nú fer að verða ljóst hvað stærstu hönnuðir í heimi vilja að við klæðumst næsta haust og vetur.
Tískuveislan hafin
