Enski boltinn

Coyle þarf að velja á milli Grétars og Mears

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson er orðinn leikfær á ný eftir að hafa misst af leik Bolton og Norwich um síðustu helgi vegna meiðsla.

Grétar Rafn hefur verið að spila vel að undanförnu og verið fastamaður í liði Bolton. Liðið tapaði svo fyrir Norwich, 2-0, en Mears var einn af fáum sem komst þokkalega frá leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Mears með félaginu en hann fótbrotnaði á æfingu skömmu eftir að hann var keyptur frá Burnley síðasta sumar.

Þeir Stuart Holden og CHung Young Lee eru enn frá vegna meiðsla en að öðru leyti getur Coyle valið úr öllum sínum leikmönnum fyrir leik liðsins gegn Wigan á morgun.

Tim Ream og Ryo Miyiachi gætu mögulega komið við sögu í fyrsta sinn með liðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×