Enski boltinn

Cazorla vill vera eins og Iniesta

Santi Cazorla.
Santi Cazorla.
Hinn spænski leikmaður Arsenal, Santo Cazorla, er mjög hrifinn af landa sínum hjá Barcelona, Andres Iniesta, og gerir allt til þess að verða eins góður og hann.

"Þegar ég set mér markmið þá miða ég við Iniesta. Það er einstakt að spila með honum. Hann er hinn fullkomni knattspyrnumaður á allan hátt," sagði Cazorla en þeir leika eðlilega saman með spænska landsliðinu.

"Ég reyni að leika eftir það sem hann gerir en það er afar erfitt. Vandamálið er að honum tekst að láta allt líta út fyrir að vera svo auðvelt. Ef maður reynir að gera sömu hluti fer allt í vaskinn. Andres er fyrirmynd bæði innan og utan vallar."

Cazorla var fljótur að slá í gegn hjá Arsenal enda hefur hann leikið vel í upphafi leiktíðar.

"Mér hefur gengið mjög vel að aðlagast. Það hefur verið auðveldara en ég átti von á. Boltinn er hraðari og harðari en ég á að venjast en það kom mér alls ekkert á óvart. Arsenal spilar líka svipaðan bolta og Malaga gerir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×