Innlent

Björgunarsveitarmenn í nautaati fyrir norðan

Myndin er á heimasíðu Landsbjargar.
Myndin er á heimasíðu Landsbjargar.
Fimm björgunarsveitarmenn á vélsleðum lentu í svæsnu nautaati í Steinstaðahverfi, skammt frá Varmahlíð í Skagafirði í fyrradag, en höfðu betur eftir þriggja klukkustunda viðureign.

Nautin höfðu sloppið út og slelttu rækilega úr klaufunum. Þau stukku meðal annars yfir girðingar og léku lausum hala þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að hemja þau, uns kallað var á björgunarsveit.

Bolarnir létu vélsleðana ekki hræða sig, heldur óðu í þá og reyndu að stanga þá um koll, en björgunarmenn voru fastir fyrir og náðu loks að yfirbuga nautin og koma þeim í hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×