Tíu sveitir sem neyddust til að breyta nafninu sínu 16. janúar 2012 11:00 Amiina, Travis Barker og félagar í Blink 182, Pink Floyd með Roger Waters innanborðs og hin breska Suede þurftu allar að breyta nafninu sínu. Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus. Amína Amiina Hljómsveitin Amína breytti árið 2006 nafni sínu í Amiina. Margir rugluðust á sveitinni og söngkonunni Aminu frá Túnis sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1991 með lagið Le dernier qui a parlé sem hún söng fyrir hönd Frakklands. The Bangs The Bangles Kvennasveitin hét upphaflega The Bangs en þegar í ljós kom að önnur hljómsveit bar sama nafn varð hún að breyta til. Blink Blink 182 Bandaríska pönkbandið hét einfaldlega Blink en eftir að írsk hljómsveit með sama nafn hótaði lögsókn var ákveðið að bæta tölunni 182 við. The Chicago Transit Authority Chicago Hljómsveitin hét The Chicago Transit Authority þegar fyrsta platan hennar kom út. Eftir það höfðaði borgin Chicago mál gegn sveitinni vegna þess að hún hét það sama og deild almenningssamgangna. Í staðinn skírði hljómsveitin sig í höfuðið á borginni sjálfri. The Dust Brothers The Chemical Brothers Bandaríska danshljómsveitin var skírð í höfuðið á upptökudúóinu The Dust Brothers. Eftir að sveitinni var hótað lögsókn var nafninu breytt í The Chemical Brothers, sem vísar til lags hennar Chemical Beats. The Tea Set Pink Floyd Breska hljómsveitin þurfti að breyta nafninu sínu eftir að í ljós kom að önnur hljómsveit hét The Tea Set. Í staðinn tók hún upp nafnið The Pink Floyd Sound eftir blústónlistarmönnunum Pink Anderson og Floyd Council. Aðdáendur sveitarinnar töluðu alltaf um Pink Floyd, sem varð opinbert nafn hennar. Silmarillion Marillion Breska rokksveitin var upphaflega skírð í höfuðið á bók sem fjallaði um verk J.R.R. Tolkien, The Silmarillion. Til að koma í veg fyrir lagaflækjur var nafninu breytt í Marillion. Mighty Joe Young Stone Temple Pilots Þegar í ljós kom að blústónlistarmaður kallaði sig Mighty Joe Young var nafninu breytt í Shirley Temple"s Pussy. Það breyttist svo í Stereo Temple Pirates en varð á endanum Stone Temple Pilots. Suede The London Suede Breska hljómsveitin varð að breyta nafninu sínu fyrir Bandaríkjamarkað í The London Suede vegna þess að bandarískur hótelsöngvari átti einkaréttinn á því og höfðaði mál gegn Bret Anderson og félögum. Verve The Verve Nafni bresku popparanna var breytt í The Verve vegna þess að fyrir í tónlistarbransanum var djassútgáfan Verve Records. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus. Amína Amiina Hljómsveitin Amína breytti árið 2006 nafni sínu í Amiina. Margir rugluðust á sveitinni og söngkonunni Aminu frá Túnis sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1991 með lagið Le dernier qui a parlé sem hún söng fyrir hönd Frakklands. The Bangs The Bangles Kvennasveitin hét upphaflega The Bangs en þegar í ljós kom að önnur hljómsveit bar sama nafn varð hún að breyta til. Blink Blink 182 Bandaríska pönkbandið hét einfaldlega Blink en eftir að írsk hljómsveit með sama nafn hótaði lögsókn var ákveðið að bæta tölunni 182 við. The Chicago Transit Authority Chicago Hljómsveitin hét The Chicago Transit Authority þegar fyrsta platan hennar kom út. Eftir það höfðaði borgin Chicago mál gegn sveitinni vegna þess að hún hét það sama og deild almenningssamgangna. Í staðinn skírði hljómsveitin sig í höfuðið á borginni sjálfri. The Dust Brothers The Chemical Brothers Bandaríska danshljómsveitin var skírð í höfuðið á upptökudúóinu The Dust Brothers. Eftir að sveitinni var hótað lögsókn var nafninu breytt í The Chemical Brothers, sem vísar til lags hennar Chemical Beats. The Tea Set Pink Floyd Breska hljómsveitin þurfti að breyta nafninu sínu eftir að í ljós kom að önnur hljómsveit hét The Tea Set. Í staðinn tók hún upp nafnið The Pink Floyd Sound eftir blústónlistarmönnunum Pink Anderson og Floyd Council. Aðdáendur sveitarinnar töluðu alltaf um Pink Floyd, sem varð opinbert nafn hennar. Silmarillion Marillion Breska rokksveitin var upphaflega skírð í höfuðið á bók sem fjallaði um verk J.R.R. Tolkien, The Silmarillion. Til að koma í veg fyrir lagaflækjur var nafninu breytt í Marillion. Mighty Joe Young Stone Temple Pilots Þegar í ljós kom að blústónlistarmaður kallaði sig Mighty Joe Young var nafninu breytt í Shirley Temple"s Pussy. Það breyttist svo í Stereo Temple Pirates en varð á endanum Stone Temple Pilots. Suede The London Suede Breska hljómsveitin varð að breyta nafninu sínu fyrir Bandaríkjamarkað í The London Suede vegna þess að bandarískur hótelsöngvari átti einkaréttinn á því og höfðaði mál gegn Bret Anderson og félögum. Verve The Verve Nafni bresku popparanna var breytt í The Verve vegna þess að fyrir í tónlistarbransanum var djassútgáfan Verve Records.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira