Tíu sveitir sem neyddust til að breyta nafninu sínu 16. janúar 2012 11:00 Amiina, Travis Barker og félagar í Blink 182, Pink Floyd með Roger Waters innanborðs og hin breska Suede þurftu allar að breyta nafninu sínu. Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus. Amína Amiina Hljómsveitin Amína breytti árið 2006 nafni sínu í Amiina. Margir rugluðust á sveitinni og söngkonunni Aminu frá Túnis sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1991 með lagið Le dernier qui a parlé sem hún söng fyrir hönd Frakklands. The Bangs The Bangles Kvennasveitin hét upphaflega The Bangs en þegar í ljós kom að önnur hljómsveit bar sama nafn varð hún að breyta til. Blink Blink 182 Bandaríska pönkbandið hét einfaldlega Blink en eftir að írsk hljómsveit með sama nafn hótaði lögsókn var ákveðið að bæta tölunni 182 við. The Chicago Transit Authority Chicago Hljómsveitin hét The Chicago Transit Authority þegar fyrsta platan hennar kom út. Eftir það höfðaði borgin Chicago mál gegn sveitinni vegna þess að hún hét það sama og deild almenningssamgangna. Í staðinn skírði hljómsveitin sig í höfuðið á borginni sjálfri. The Dust Brothers The Chemical Brothers Bandaríska danshljómsveitin var skírð í höfuðið á upptökudúóinu The Dust Brothers. Eftir að sveitinni var hótað lögsókn var nafninu breytt í The Chemical Brothers, sem vísar til lags hennar Chemical Beats. The Tea Set Pink Floyd Breska hljómsveitin þurfti að breyta nafninu sínu eftir að í ljós kom að önnur hljómsveit hét The Tea Set. Í staðinn tók hún upp nafnið The Pink Floyd Sound eftir blústónlistarmönnunum Pink Anderson og Floyd Council. Aðdáendur sveitarinnar töluðu alltaf um Pink Floyd, sem varð opinbert nafn hennar. Silmarillion Marillion Breska rokksveitin var upphaflega skírð í höfuðið á bók sem fjallaði um verk J.R.R. Tolkien, The Silmarillion. Til að koma í veg fyrir lagaflækjur var nafninu breytt í Marillion. Mighty Joe Young Stone Temple Pilots Þegar í ljós kom að blústónlistarmaður kallaði sig Mighty Joe Young var nafninu breytt í Shirley Temple"s Pussy. Það breyttist svo í Stereo Temple Pirates en varð á endanum Stone Temple Pilots. Suede The London Suede Breska hljómsveitin varð að breyta nafninu sínu fyrir Bandaríkjamarkað í The London Suede vegna þess að bandarískur hótelsöngvari átti einkaréttinn á því og höfðaði mál gegn Bret Anderson og félögum. Verve The Verve Nafni bresku popparanna var breytt í The Verve vegna þess að fyrir í tónlistarbransanum var djassútgáfan Verve Records. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus. Amína Amiina Hljómsveitin Amína breytti árið 2006 nafni sínu í Amiina. Margir rugluðust á sveitinni og söngkonunni Aminu frá Túnis sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1991 með lagið Le dernier qui a parlé sem hún söng fyrir hönd Frakklands. The Bangs The Bangles Kvennasveitin hét upphaflega The Bangs en þegar í ljós kom að önnur hljómsveit bar sama nafn varð hún að breyta til. Blink Blink 182 Bandaríska pönkbandið hét einfaldlega Blink en eftir að írsk hljómsveit með sama nafn hótaði lögsókn var ákveðið að bæta tölunni 182 við. The Chicago Transit Authority Chicago Hljómsveitin hét The Chicago Transit Authority þegar fyrsta platan hennar kom út. Eftir það höfðaði borgin Chicago mál gegn sveitinni vegna þess að hún hét það sama og deild almenningssamgangna. Í staðinn skírði hljómsveitin sig í höfuðið á borginni sjálfri. The Dust Brothers The Chemical Brothers Bandaríska danshljómsveitin var skírð í höfuðið á upptökudúóinu The Dust Brothers. Eftir að sveitinni var hótað lögsókn var nafninu breytt í The Chemical Brothers, sem vísar til lags hennar Chemical Beats. The Tea Set Pink Floyd Breska hljómsveitin þurfti að breyta nafninu sínu eftir að í ljós kom að önnur hljómsveit hét The Tea Set. Í staðinn tók hún upp nafnið The Pink Floyd Sound eftir blústónlistarmönnunum Pink Anderson og Floyd Council. Aðdáendur sveitarinnar töluðu alltaf um Pink Floyd, sem varð opinbert nafn hennar. Silmarillion Marillion Breska rokksveitin var upphaflega skírð í höfuðið á bók sem fjallaði um verk J.R.R. Tolkien, The Silmarillion. Til að koma í veg fyrir lagaflækjur var nafninu breytt í Marillion. Mighty Joe Young Stone Temple Pilots Þegar í ljós kom að blústónlistarmaður kallaði sig Mighty Joe Young var nafninu breytt í Shirley Temple"s Pussy. Það breyttist svo í Stereo Temple Pirates en varð á endanum Stone Temple Pilots. Suede The London Suede Breska hljómsveitin varð að breyta nafninu sínu fyrir Bandaríkjamarkað í The London Suede vegna þess að bandarískur hótelsöngvari átti einkaréttinn á því og höfðaði mál gegn Bret Anderson og félögum. Verve The Verve Nafni bresku popparanna var breytt í The Verve vegna þess að fyrir í tónlistarbransanum var djassútgáfan Verve Records.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira