Tíu sveitir sem neyddust til að breyta nafninu sínu 16. janúar 2012 11:00 Amiina, Travis Barker og félagar í Blink 182, Pink Floyd með Roger Waters innanborðs og hin breska Suede þurftu allar að breyta nafninu sínu. Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus. Amína Amiina Hljómsveitin Amína breytti árið 2006 nafni sínu í Amiina. Margir rugluðust á sveitinni og söngkonunni Aminu frá Túnis sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1991 með lagið Le dernier qui a parlé sem hún söng fyrir hönd Frakklands. The Bangs The Bangles Kvennasveitin hét upphaflega The Bangs en þegar í ljós kom að önnur hljómsveit bar sama nafn varð hún að breyta til. Blink Blink 182 Bandaríska pönkbandið hét einfaldlega Blink en eftir að írsk hljómsveit með sama nafn hótaði lögsókn var ákveðið að bæta tölunni 182 við. The Chicago Transit Authority Chicago Hljómsveitin hét The Chicago Transit Authority þegar fyrsta platan hennar kom út. Eftir það höfðaði borgin Chicago mál gegn sveitinni vegna þess að hún hét það sama og deild almenningssamgangna. Í staðinn skírði hljómsveitin sig í höfuðið á borginni sjálfri. The Dust Brothers The Chemical Brothers Bandaríska danshljómsveitin var skírð í höfuðið á upptökudúóinu The Dust Brothers. Eftir að sveitinni var hótað lögsókn var nafninu breytt í The Chemical Brothers, sem vísar til lags hennar Chemical Beats. The Tea Set Pink Floyd Breska hljómsveitin þurfti að breyta nafninu sínu eftir að í ljós kom að önnur hljómsveit hét The Tea Set. Í staðinn tók hún upp nafnið The Pink Floyd Sound eftir blústónlistarmönnunum Pink Anderson og Floyd Council. Aðdáendur sveitarinnar töluðu alltaf um Pink Floyd, sem varð opinbert nafn hennar. Silmarillion Marillion Breska rokksveitin var upphaflega skírð í höfuðið á bók sem fjallaði um verk J.R.R. Tolkien, The Silmarillion. Til að koma í veg fyrir lagaflækjur var nafninu breytt í Marillion. Mighty Joe Young Stone Temple Pilots Þegar í ljós kom að blústónlistarmaður kallaði sig Mighty Joe Young var nafninu breytt í Shirley Temple"s Pussy. Það breyttist svo í Stereo Temple Pirates en varð á endanum Stone Temple Pilots. Suede The London Suede Breska hljómsveitin varð að breyta nafninu sínu fyrir Bandaríkjamarkað í The London Suede vegna þess að bandarískur hótelsöngvari átti einkaréttinn á því og höfðaði mál gegn Bret Anderson og félögum. Verve The Verve Nafni bresku popparanna var breytt í The Verve vegna þess að fyrir í tónlistarbransanum var djassútgáfan Verve Records. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Margar hljómsveitir hafa þurft að breyta nafni sínu eftir að kom í ljós að einhver annar var á undan þeim með nafnið. Skemmst er að minnast deilu hinna hollensku og íslensku Maus. Hin íslenska Maus á einkaréttinn á nafninu í Evrópu og því er hin hollenska nauðbeygð til að skipta um sitt nafn. Fréttablaðið skoðaði tíu aðrar hljómsveitir sem hafa lent í svipuðum vandræðum og hin hollenska Maus. Amína Amiina Hljómsveitin Amína breytti árið 2006 nafni sínu í Amiina. Margir rugluðust á sveitinni og söngkonunni Aminu frá Túnis sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1991 með lagið Le dernier qui a parlé sem hún söng fyrir hönd Frakklands. The Bangs The Bangles Kvennasveitin hét upphaflega The Bangs en þegar í ljós kom að önnur hljómsveit bar sama nafn varð hún að breyta til. Blink Blink 182 Bandaríska pönkbandið hét einfaldlega Blink en eftir að írsk hljómsveit með sama nafn hótaði lögsókn var ákveðið að bæta tölunni 182 við. The Chicago Transit Authority Chicago Hljómsveitin hét The Chicago Transit Authority þegar fyrsta platan hennar kom út. Eftir það höfðaði borgin Chicago mál gegn sveitinni vegna þess að hún hét það sama og deild almenningssamgangna. Í staðinn skírði hljómsveitin sig í höfuðið á borginni sjálfri. The Dust Brothers The Chemical Brothers Bandaríska danshljómsveitin var skírð í höfuðið á upptökudúóinu The Dust Brothers. Eftir að sveitinni var hótað lögsókn var nafninu breytt í The Chemical Brothers, sem vísar til lags hennar Chemical Beats. The Tea Set Pink Floyd Breska hljómsveitin þurfti að breyta nafninu sínu eftir að í ljós kom að önnur hljómsveit hét The Tea Set. Í staðinn tók hún upp nafnið The Pink Floyd Sound eftir blústónlistarmönnunum Pink Anderson og Floyd Council. Aðdáendur sveitarinnar töluðu alltaf um Pink Floyd, sem varð opinbert nafn hennar. Silmarillion Marillion Breska rokksveitin var upphaflega skírð í höfuðið á bók sem fjallaði um verk J.R.R. Tolkien, The Silmarillion. Til að koma í veg fyrir lagaflækjur var nafninu breytt í Marillion. Mighty Joe Young Stone Temple Pilots Þegar í ljós kom að blústónlistarmaður kallaði sig Mighty Joe Young var nafninu breytt í Shirley Temple"s Pussy. Það breyttist svo í Stereo Temple Pirates en varð á endanum Stone Temple Pilots. Suede The London Suede Breska hljómsveitin varð að breyta nafninu sínu fyrir Bandaríkjamarkað í The London Suede vegna þess að bandarískur hótelsöngvari átti einkaréttinn á því og höfðaði mál gegn Bret Anderson og félögum. Verve The Verve Nafni bresku popparanna var breytt í The Verve vegna þess að fyrir í tónlistarbransanum var djassútgáfan Verve Records.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira