Enski boltinn

Henry lenti í rifildi við stuðningsmann Arsenal eftir Swansea-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry sést hér eftir leikinn.
Thierry Henry sést hér eftir leikinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hveitibrauðsdagarnir hjá Thierry Henry voru fljótir að líða ef marka má rifildið sem franski leikmaðurinn lenti í við stuðningsmann Swansea eftir tap Arsenal á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í gær. Enskir fjölmiðlar birtu nokkrir fréttir af uppákomu eftir leikinn.

Thierry Henry kom inn á sem varamaður í leiknum en gat ekki komið í veg fyrir að Arsenal-liðið tapaði honum 2-3. Henry hafði átt draumainnkomu í fyrsta leik sínum tæpri viku áður þegar hann skoraði eina markið í bikarsigri á Leeds.

Thierry Henry lenti upp á kant við einn stuðningsmann Arsenal þegar hann fór að þakka Arsenal-áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn. Frakkinn hafði biðlað til leikmanna Arsenal að þakka þeim stuðningsmönnum fyrir sem lögðu á sig langa leið til Wales til að styðja liðið sitt.

„Sama hvað gerist þá áttu alltaf að styðja þitt lið," sagði Thierry Henry við stuðningsmanninn sem hafði látið Henry heyra það samkvæmt frétt í Daily Mail.

Stuðningsmaðurinn öskraði á Henry og spurði hann samkvæmt hemildum The Sun? „Af hverju spilaðir þú ekki með hjartanu, af hverju sýndir þú engan karakter og af hverju sýndir þú engan baráttuanda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×