Enski boltinn

Dzeko tryggði Manchester City þriggja stiga forystu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manchester City sýndi engan stórleik á móti botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Bosníumaðurinn Edin Dzeko sá til þess að City-liðið vann 1-0 sigur og er aftur komið með þriggja stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar.

Manchester City var aðeins búið að ná í tvö stig út úr síðustu fjórum útileikjum sínum í deildinnni en vann þarna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að liðið vann Queens Park Rangers í byrjun nóvember.

Edin Dzeko var fyrir leikinn ekki búinn að skora í ellefu leikjum í röð en þakkaði fyrir tækifærið með því að skora sigurmarkið á 22. mínútu. Dzeko skoraði þá með laglegum skalla eftir aukaspyrnu frá David Silva. Þetta var fyrsta mark hans síðan í fyrrnefndum sigri á QPR.

Joe Hart bjargaði City-mönnum með frábærri markvörslu í seinni hálfleik þegar hann varði vel frá James McCarthy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×