Enski boltinn

Joe Hart: Þetta var ekki fallegt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart.
Joe Hart. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum.

„Þetta var ekki fallegt. Wigan-liðið á meira skilið en taflan segir til um því þeir eru ekki með lið sem á að vera á botni deildarinnar," sagði Joe Hart.

„Við höfum ekki verið að spila vel á útivöllum að undanförnu og því var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik," sagði Hart sem varði meistaralega frá Wigan-mönnum í seinni hálfleik.

„Ég hef vanalega ekki mikið að gera í leikjunum okkar en stundum verður maður að halda vöku sinni og ná verja og það tókst hjá mér í kvöld," sagði Hart sem hélt hreinu í öðrum deildarleiknum í röð og alls í fimmta sinn í síðustu sex deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×