Telur ákvörðun ESA endurspegla veikleika í málflutningi stofnunarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2012 15:29 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að sú ákvörðun ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, að fá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til liðs við sig í Icesave-málinu gegn Íslandi sýni að ESA telji sig ekki hafa jafn sterkan málstað og áður. Hann telur að framkvæmdastjórnin sé ekki að ögra Íslendingum með þessari ákvörðun. „Við lítum ekki á þetta sem neina sérstaka ögrun. Þetta er eitthvert stærsta og sérstakasta mál sem rekið hefur á fjörur dómstólsins og það er ekki óeðlilegt þó að málsaðilar notfæri sér öll þau réttarúrræði sem EES samningurinn býður upp á. Við gerðum ráð fyrir þessu fyrirfram og þess vegna kom það ekki á óvart. Okkar aðalmálflytjandi, Tim Ward, lýsti þeirri skoðun þegar hann var hérna á dögunum, meðal annars við mig og við utanríkismálanefnd að þetta væri sú leið sem þeir myndu fara," segir Össur í samtali við Vísi. Hann segir tvennt jákvætt við þessa ákvörðun sem framkvæmdastjórnin hefur komist að niðurstöðu um. „Þessi málsmeðferð leiðir til þess að Íslendingar ná að eiga kost á því að koma skriflegum vörnum fram gagnvart athugasemdum framkvæmdastjórnarinnar áður en munnlegur málflutningur hefst," segir Össur. Þetta sé mikilvægt vegna þess að málflutningur fyrir dómstólum sé að verulegu leyti skriflegur og þetta hefði ekki verið hægt samkvæmt hinni hefðbundnu leið. Aðalmálflutningsmaður Íslendinga telji, af þessari ástæðu, að Íslendingar eigi ekki að leggjast gegn því að framkvæmdastjórn ESB taki þátt í málarekstrinum. „Í öðru lagi, af því að þetta er einsdæmi þá dreg ég þá ályktun að ESA hafi lagst mjög fast á framkvæmdastjórnina að veita henni stuðning sinn, væntanlega í ljósi þeirra sterku röksemda sem komu fram í greinargerð íslenska málflutningsteymisins, sem var send inn fyrr á þessu ári," segir Össur. Þetta bendi til þess að þeir hafi ekki jafn sterka trú á sínum málstað og áður. „Þess vegna tel ég að þetta endurspegli veikleika af þeirra hálfu," segir Össur. Össur telur að Íslendingar eigi ekki að láta málið hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB vegna þess að það myndi gefa til kynna að við hefðum ekki trú á okkar málstað og værum hrædd við málatilbúnað framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að sú ákvörðun ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, að fá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til liðs við sig í Icesave-málinu gegn Íslandi sýni að ESA telji sig ekki hafa jafn sterkan málstað og áður. Hann telur að framkvæmdastjórnin sé ekki að ögra Íslendingum með þessari ákvörðun. „Við lítum ekki á þetta sem neina sérstaka ögrun. Þetta er eitthvert stærsta og sérstakasta mál sem rekið hefur á fjörur dómstólsins og það er ekki óeðlilegt þó að málsaðilar notfæri sér öll þau réttarúrræði sem EES samningurinn býður upp á. Við gerðum ráð fyrir þessu fyrirfram og þess vegna kom það ekki á óvart. Okkar aðalmálflytjandi, Tim Ward, lýsti þeirri skoðun þegar hann var hérna á dögunum, meðal annars við mig og við utanríkismálanefnd að þetta væri sú leið sem þeir myndu fara," segir Össur í samtali við Vísi. Hann segir tvennt jákvætt við þessa ákvörðun sem framkvæmdastjórnin hefur komist að niðurstöðu um. „Þessi málsmeðferð leiðir til þess að Íslendingar ná að eiga kost á því að koma skriflegum vörnum fram gagnvart athugasemdum framkvæmdastjórnarinnar áður en munnlegur málflutningur hefst," segir Össur. Þetta sé mikilvægt vegna þess að málflutningur fyrir dómstólum sé að verulegu leyti skriflegur og þetta hefði ekki verið hægt samkvæmt hinni hefðbundnu leið. Aðalmálflutningsmaður Íslendinga telji, af þessari ástæðu, að Íslendingar eigi ekki að leggjast gegn því að framkvæmdastjórn ESB taki þátt í málarekstrinum. „Í öðru lagi, af því að þetta er einsdæmi þá dreg ég þá ályktun að ESA hafi lagst mjög fast á framkvæmdastjórnina að veita henni stuðning sinn, væntanlega í ljósi þeirra sterku röksemda sem komu fram í greinargerð íslenska málflutningsteymisins, sem var send inn fyrr á þessu ári," segir Össur. Þetta bendi til þess að þeir hafi ekki jafn sterka trú á sínum málstað og áður. „Þess vegna tel ég að þetta endurspegli veikleika af þeirra hálfu," segir Össur. Össur telur að Íslendingar eigi ekki að láta málið hafa áhrif á aðildarumsóknina að ESB vegna þess að það myndi gefa til kynna að við hefðum ekki trú á okkar málstað og værum hrædd við málatilbúnað framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira