Enski boltinn

Ferguson: Ég er undraverk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Feruguson, stjóri Manchester United, er í ítarlegu viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í dag þar sem hann segir frá árunum sínum 25 hjá Manchester United.

Hann var til að mynda spurður hvort að einhver annað gæti leikið eftir það sem hann hafi gert með félaginu. „Ég held ekki. Ég er undraverk," sagði Ferguson þá.

Ferguson segir að hann hafi þó breyst á þessum tíma. „Ég hef sannarlega róast. Það er engin spurning um það. Ég þarf að takast á við viðkvæmari manneskjur í dag en fyrir 25 árum síðan."

„Þeir eru ofurverndaðir af gildum nútímans, foreldrum sínum, umboðsmönnum og á stundum þeirri eigin ímynd. Þetta er nýr heimur fyrir mig og því hef ég þurft að breyta sjálfum mér til að aðlagast því. Ég þurft að breytast vegna þessa," sagði Ferguson.

„Eitt sem ég hef líka lært á undanförnum áratug er að útdeila verkum. Fyrst skipti ég mér af öllu - leikmannaleit, þjálfun, ungu leikmönnunum - öllu. Það er ekki hægt að gera það í langan tíma."

En hann segir að eitt hafi aldrei breyst. „Það má ekki gleyma því að mikilvægasti maðurinn hjá Manchester United er knattspyrnustjórinn. Félagið deyr um leið og leikmaðurinn verður mikilvægari en stjórinn. Saga félagsins fer í súginn. Ég er mikilvægasti maðurinn hjá Manchester United. Þannig verður það að vera."

Hann segir að samband hans við hina bandarísku Glazer-fjölskyldu, eigendur Manchester United, sé gott. „Þetta hefur verið frábært samband. Þeir angra mig aldrei. Þeir spyrja mig aldrei spurninga, hringja aldrei í mig eða skipta sér að mínu starfi. Það eru virkilega mikil forréttindi fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×