Enski boltinn

McCarthy rekinn frá Wolves

MCCarthy er ekki af baki dottinn.
MCCarthy er ekki af baki dottinn.
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves fá nýjan stjóra í vikunni því Wolves er búið að reka Mick McCarthy, stjóra félagsins. McCarthy er búinn að stýra Wolves frá árinu 2006. Wolves lá gegn WBA um helgina, 5-1, og féll um leið niður í fallsæti. Það sætti stjórn félagsins sig ekki við og rak því stjórann í morgun.

Wolves hefur aðeins fengið 14 stig í síðustu 22 leikjum og það var of lítið að mati stjórnar félagsins. Terry Connor mun stýra æfingum á meðan leitað er að nýjum stjóra.

Mick McCarthy hafði engar áhyggjur af starfi sínu eftir leikinn í gær og var fullviss um að hann gæti rifið liðið upp á nýjan leik.

"Mér finnst ég alltaf vera rétti maðurinn í starfið. Ekki spurning. Ég vil biðja stuðningsmennina afsökunar á þessari frammistöðu. Það hef ég ekki gert áður en síðasti hálftíminn var skelfilegur hjá okkur," sagði McCarthy.

"Það skiptir í raun ekki máli hvað stuðningsmennirnir voru að syngja eftir leik. Við áttum það skilið og tökum það á okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×