Innlent

Dópuð mæðgin stálu folaldalundum úr Bónus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er ýmislegt hægt að fá í Bónus.
Það er ýmislegt hægt að fá í Bónus.
Karlmaður gekk út úr verslun Bónus við Larsenstræti á Selfossi á laugardaginn með fangið fullt af folaldalundum sem hann hafði ekki greitt fyrir.

Starfsmaðurinn sá manninn fara inn í bifreið, en í henni voru tvær konur og var önnur þeirra undir stýri. Konan ók af stað og lenti þá utan í kyrrstæðan bíl. Starfsmaður Bónus var þá kominn á staðinn og hindraði konuna í að komast í burtu. Hún kom þá út úr bifreiðinni og karlmaðurinn, sonur konunnar, settist undir stýri og ók á brott en móðirin varð eftir. Maðurinn kom þýfinu frá sér í runna skammt frá og snéri við til að sækja móður sína. Lögreglan fann stuttu síðar bifreiðina og fólkið. Þau voru öll handtekin. Í bifreiðinni fundust fíkniefni sem tilheyrði fólkinu.

Karlmaðurinn og móðir hans viðurkenndu bæði að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna auk þess að hafa stolið kjötinu úr Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×