Enski boltinn

Hermt að það hafi verið hrækt á De Gea í hálfleik

Það sauð líka upp úr eftir leikinn.
Það sauð líka upp úr eftir leikinn.
Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að lætin í leikhléi á milli Man. Utd og Liverpool hafi byrjað þegar hrækt var á David de Gea, markvörð Man. Utd, er hann var á leið inn í klefa.

Lögreglan og aðrir starfsmenn Old Trafford urðu að skerast í leikinn þegar leikmönnum liðanna laust saman fyrir utan búningsklefana.

Ekki er vitað hvaða leikmaður Liverpool á að hafa hrækt á De Gea en allt varð vitlaust í kjölfarið og var undiraldan næg fyrir.

Enginn hefur viðurkennt verknaðinn en breskir fjölmiðlar eiga vafalítið eftir að smjatta á þessari uppákoma út vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×