Erlent

Slúðurtímaritið Se og Hör birtir nektarmyndirnar af Kate

Danska slúðurtímaritið Se og Hör hefur ákveðið að birta nektarmyndirnar af Kate Middleton hertogaynjunni af Cambridge.

Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að myndinar verði birtar í sérstöku 16 síðna aukablaði sem fylgir með Se og Hör tímaritinu á morgun, fimmtudag.

Kim Henningsen ritstjóri Se og Hör segir í samtali við Ekstra Bladet að þeir hafi ákveðið að birta nektarmyndirnar þar sem það sé skylda Se og Hör að skemmta lesendum sínum og svala forvitni þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×