Fræg freigáta fundin á botni Siglufjarðar 23. apríl 2012 06:00 Í Síldarminjasafninu á Siglufirði er líkneskið í öndvegi og meðal margra merkilegra safngripa. Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrarkróki, en hann hafði áður undirbúið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undanfarin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skipið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsileika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir aldamótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðallega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða áratugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síldarspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skipið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlíkneski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Líkneskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litríkar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkisins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrarkróki, en hann hafði áður undirbúið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undanfarin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skipið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsileika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir aldamótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðallega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða áratugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síldarspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skipið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlíkneski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Líkneskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litríkar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkisins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira