Fræg freigáta fundin á botni Siglufjarðar 23. apríl 2012 06:00 Í Síldarminjasafninu á Siglufirði er líkneskið í öndvegi og meðal margra merkilegra safngripa. Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrarkróki, en hann hafði áður undirbúið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undanfarin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skipið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsileika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir aldamótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðallega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða áratugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síldarspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skipið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlíkneski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Líkneskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litríkar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkisins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrarkróki, en hann hafði áður undirbúið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undanfarin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skipið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsileika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir aldamótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðallega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða áratugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síldarspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skipið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlíkneski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Líkneskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litríkar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkisins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira