Fótbolti

Bronckhorst vildi ekki verða aðstoðarlandsliðsþjálfari

Bronckhorst fagnar á HM 2010.
Bronckhorst fagnar á HM 2010.
Giovanni van Bronckhorst, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, hefur hafnað boði hollenska landsliðsþjálfarans, Louis van Gaal, um að verða hluti af þjálfarateymi hollenska liðsins. Hann vill frekar vera unglingaþjálfari hjá Feyenoord.

"Það var mikill heiður að vera boðinn staða aðstoðarlandsliðsþjálfara en það hentar mér ekki núna. Ég hef engu að síður metnað fyrir því að starfa fyrir landsliðið síðar," sagði Van Bronckhorst.

Hann ætlar að næla sér í fleiri þjálfaragráður, þjálfa unglingaliðið og aðstoða Ronald Koeman sem er aðalþjálfari Feyenoord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×