Lífið

Kutcher nauðalíkur Jobs

Ashton Kutcher þurfti enga hárkollu til að passa inn í hlutverk Steves Jobs.
Ashton Kutcher þurfti enga hárkollu til að passa inn í hlutverk Steves Jobs. nORDICPHOTOS/GETTY
Kvikmyndin Jobs, sem byggð er á ævi Steve Jobs, stofnanda Apple, verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í janúar. Það er leikarinn Ashton Kutcher sem fer með hlutverk Jobs en nú hafa nokkrar myndir af leikaranum í hlutverkinu birst á netinu og þykir hann sláandi líkur Jobs.

Í apríl á þessu ári kom í ljós að Kutcher færi með hlutverk Jobs en hann kveðst alltaf hafa verið mikill aðdáandi Apple-stofnandans sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra. Í myndinni er farið yfir lífshlaup Jobs sem fór frá því að vera hippi í Kaliforníu yfir í stofnanda eins þekktasta tölvufyrirtækis í heiminum.

Margir settu spurningarmerki við ráðningu Kutchers í hlutverkið en leikarinn hefur verið frekar þekktur fyrir gamanleik. Það eru því margir sem bíða spenntir eftir að sjá Kutcher pluma sig í hlutverki Jobs. Ævi Jobs hefur áður verið fest á filmu í sjónvarpsmyndinni Silicon Valley frá árinu 1999. Þá fór Noah Wyle með aðalhlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.