Ver raddböndin í rúllukraga 24. nóvember 2012 08:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson er mjög feginn því að rúllukraginn fær uppreisn æru í herratískunni í vetur en hann hefur klæðst rúllukraga frá fermingu. Fréttablaðið/Vilhelm Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari. Lífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari.
Lífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira