McCartney indæll náungi 6. október 2012 09:00 Rusty Anderson og Paul McCartney hafa spilað saman undanfarin ellefu ár. Anderson spilar þrisvar sinnum á Íslandi í október. nordicphotos/getty Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira