McCartney indæll náungi 6. október 2012 09:00 Rusty Anderson og Paul McCartney hafa spilað saman undanfarin ellefu ár. Anderson spilar þrisvar sinnum á Íslandi í október. nordicphotos/getty Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCartney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit Andersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommuleikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles undanfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítarleik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemningunni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppelin yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCartney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tónleika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörgum frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrifaði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húmoristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O"Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira