Bað um íslenska listamenn 21. ágúst 2012 10:00 Hér eru samstarfskonurnar Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Beth Orton á veitingastaðnum Luciens í New York eftir Late Show með David Letterman. Mynd/Michael Nevin Söngkonan Beth Orton fékk tvíeykið Árna & Kinski og Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur til að vinna tónlistarmyndband fyrir sig á dögunum. Leikstjóratvíeykið Árni & Kinski leikstýrði fyrir skömmu nýju myndbandi ensku indí-söngkonunnar Beth Orton. Hún er þekkt fyrir rafskotna þjóðlagatónlist. Tónlistarmyndbandið er við lagið Magpie sem er væntanlegt á nýrri breiðskífu hennar Sugaring Season í byrjun október og fóru tökur fram í Colorado í Bandaríkjunum. Með þeim vann stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. „Stewart, umboðsmaður Beth, hringdi í okkur fyrir tveimur mánuðum,“ segir Stefán Árni sem leikstýrði ásamt Sigga Kinski. Þeir hafa gert fjölda tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir Snow Patrol, Placebo, Ólöfu Arnalds og Sigur Rós. Beth þekkti til vinnu þeirra og Hrafnhildar og bað sérstaklega um samstarf. „Ég held satt best að segja að þetta hafi komið frá henni. Það er langbest þegar listamaðurinn velur samstarfsmenn sína. Það byggir upp ákveðið traust og gerir allt auðveldara,“ segir Stefán en Beth hefur listræna stjórn yfir vinnu sinni. Myndbandið var tekið upp á ótrúlega sjónrænum stað. „Við vorum uppi á The Great Sand Dunes en þar eru risastórar sandöldur.“ Hrafnhildur bætir við að aðstæður hafi verið frekar erfiðar; mikil hæð yfir sjávarmáli og hiti í það minnsta fjörutíu gráður. Hún sá einnig um klæðnað fyrir komu Beth í þáttinn Late Show með David Letterman en hann var sýndur vestra 15. ágúst. Þar klæddist hún kjól frá Aftur, hönnun Báru Hólmgeirsdóttur, og bar hálsmen frá Kríu, skartgripahönnun Jóhönnu Methúsalemsdóttir. Ekki nægðu þessi íslensku tengsl heldur farðaði Andrea Helgadóttir og Tinna Empera Arlexdóttir annaðist hár. „Í myndbandinu er hún líka í kjól frá Aftur og með hátt í hundrað metra handhnýtt bönd sem mynda sviðsmynd sem ég gerði,“ segir Hrafnhildur og lýsir umstanginu í kringum þáttinn. „Þetta var algjört ævintýri. Svo var fyndið að hafa Lionel Richie í næsta herbergi. Skemmtilegast var þó að vinna fyrir Beth því hún er yndisleg manneskja,“ segir hún og lýsir henni sem ókrýndri drottningu þjóðlagatónlistar. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Söngkonan Beth Orton fékk tvíeykið Árna & Kinski og Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur til að vinna tónlistarmyndband fyrir sig á dögunum. Leikstjóratvíeykið Árni & Kinski leikstýrði fyrir skömmu nýju myndbandi ensku indí-söngkonunnar Beth Orton. Hún er þekkt fyrir rafskotna þjóðlagatónlist. Tónlistarmyndbandið er við lagið Magpie sem er væntanlegt á nýrri breiðskífu hennar Sugaring Season í byrjun október og fóru tökur fram í Colorado í Bandaríkjunum. Með þeim vann stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. „Stewart, umboðsmaður Beth, hringdi í okkur fyrir tveimur mánuðum,“ segir Stefán Árni sem leikstýrði ásamt Sigga Kinski. Þeir hafa gert fjölda tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir Snow Patrol, Placebo, Ólöfu Arnalds og Sigur Rós. Beth þekkti til vinnu þeirra og Hrafnhildar og bað sérstaklega um samstarf. „Ég held satt best að segja að þetta hafi komið frá henni. Það er langbest þegar listamaðurinn velur samstarfsmenn sína. Það byggir upp ákveðið traust og gerir allt auðveldara,“ segir Stefán en Beth hefur listræna stjórn yfir vinnu sinni. Myndbandið var tekið upp á ótrúlega sjónrænum stað. „Við vorum uppi á The Great Sand Dunes en þar eru risastórar sandöldur.“ Hrafnhildur bætir við að aðstæður hafi verið frekar erfiðar; mikil hæð yfir sjávarmáli og hiti í það minnsta fjörutíu gráður. Hún sá einnig um klæðnað fyrir komu Beth í þáttinn Late Show með David Letterman en hann var sýndur vestra 15. ágúst. Þar klæddist hún kjól frá Aftur, hönnun Báru Hólmgeirsdóttur, og bar hálsmen frá Kríu, skartgripahönnun Jóhönnu Methúsalemsdóttir. Ekki nægðu þessi íslensku tengsl heldur farðaði Andrea Helgadóttir og Tinna Empera Arlexdóttir annaðist hár. „Í myndbandinu er hún líka í kjól frá Aftur og með hátt í hundrað metra handhnýtt bönd sem mynda sviðsmynd sem ég gerði,“ segir Hrafnhildur og lýsir umstanginu í kringum þáttinn. „Þetta var algjört ævintýri. Svo var fyndið að hafa Lionel Richie í næsta herbergi. Skemmtilegast var þó að vinna fyrir Beth því hún er yndisleg manneskja,“ segir hún og lýsir henni sem ókrýndri drottningu þjóðlagatónlistar. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira