Grikkir þurfa enn á ný meiri aðstoð 21. ágúst 2012 07:30 Dimitris Avramopúlos og Guido Westerwelle Grískir og þýskir stjórnmálamenn hafa margt að ræða á næstu dögum og vikum. nordicphotos/AFP Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusambandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman. Enn á ný þurfa Grikkir að biðja um meiri fjárhagsaðstoð til að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Þýskir ráðamenn hafa tekið illa í slíkt og sagt Grikki fyrst þurfa að standa við sparnaðarloforð sín. „Ég hef alltaf sagt að við getum hjálpað Grikkjum, en við getum ekki hent peningum í botnlausa hít,“ sagði til dæmis Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á laugardaginn. Og Philip Rösler, sem er bæði efnahagsráðherra og aðstoðarkanslari Þýskalands, sagði nýverið að tilhugsunin um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu væri hætt að vera skelfileg. Hins vegar sagði Jörg Asmussen, þýskur embættismaður í seðlabanka Evrópusambandsins, að brotthvarf Grikkja af evrusvæðinu yrði dýrkeypt, þó vissulega væri það viðráðanlegt. „Því myndi fylgja minni hagvöxtur og meira atvinnuleysi, og það yrði mjög dýrt – í Grikklandi, í allri Evrópu og líka í Þýskalandi,“ sagði Asmussen. Gríska ríkisstjórnin var í gær að ganga frá síðustu endunum í 11,6 milljarða evra sparnaðarpakka, sem þó dugar ekki til því enn vantar 2,5 milljarða evra til að standa straum af næstu stóru afborgunum lána, í viðbót við það sem áður var talið að þyrfti. Megnið af sparnaðinum á að nást með því að lækka lífeyrisgreiðslur og velferðarbætur. Þetta yrði í fjórða sinn síðan 2010 sem gríska stjórnin lækkar greiðslur til lífeyrisþega, en þær hafa nú þegar verið lækkaðar um 40 prósent. Þá stendur til að 34 þúsund ríkisstarfsmenn missi vinnuna, en í staðinn verða þeir skráðir í svokallað varavinnuafl, þar sem þeir fá greiddan hluta launa sinna í eitt eða tvö ár, eða þangað til þeim verður endanlega sagt upp. Hvort Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telja þetta duga kemur í ljós í næsta mánuði, þegar fulltrúar ESB, AGS og seðlabanka Evrópusambandsins gefa út mat sitt á frammistöðu grísku stjórnarinnar. Mat þeirra ræður úrslitum um það hvort Grikkir fá frekari fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóðum ESB og frá AGS. Antonis Samaras forsætisráðherra verður síðan á ferðalögum í Þýskalandi og Frakklandi í þessari viku, þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta um að slá af ítrustu kröfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusambandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman. Enn á ný þurfa Grikkir að biðja um meiri fjárhagsaðstoð til að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Þýskir ráðamenn hafa tekið illa í slíkt og sagt Grikki fyrst þurfa að standa við sparnaðarloforð sín. „Ég hef alltaf sagt að við getum hjálpað Grikkjum, en við getum ekki hent peningum í botnlausa hít,“ sagði til dæmis Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á laugardaginn. Og Philip Rösler, sem er bæði efnahagsráðherra og aðstoðarkanslari Þýskalands, sagði nýverið að tilhugsunin um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu væri hætt að vera skelfileg. Hins vegar sagði Jörg Asmussen, þýskur embættismaður í seðlabanka Evrópusambandsins, að brotthvarf Grikkja af evrusvæðinu yrði dýrkeypt, þó vissulega væri það viðráðanlegt. „Því myndi fylgja minni hagvöxtur og meira atvinnuleysi, og það yrði mjög dýrt – í Grikklandi, í allri Evrópu og líka í Þýskalandi,“ sagði Asmussen. Gríska ríkisstjórnin var í gær að ganga frá síðustu endunum í 11,6 milljarða evra sparnaðarpakka, sem þó dugar ekki til því enn vantar 2,5 milljarða evra til að standa straum af næstu stóru afborgunum lána, í viðbót við það sem áður var talið að þyrfti. Megnið af sparnaðinum á að nást með því að lækka lífeyrisgreiðslur og velferðarbætur. Þetta yrði í fjórða sinn síðan 2010 sem gríska stjórnin lækkar greiðslur til lífeyrisþega, en þær hafa nú þegar verið lækkaðar um 40 prósent. Þá stendur til að 34 þúsund ríkisstarfsmenn missi vinnuna, en í staðinn verða þeir skráðir í svokallað varavinnuafl, þar sem þeir fá greiddan hluta launa sinna í eitt eða tvö ár, eða þangað til þeim verður endanlega sagt upp. Hvort Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telja þetta duga kemur í ljós í næsta mánuði, þegar fulltrúar ESB, AGS og seðlabanka Evrópusambandsins gefa út mat sitt á frammistöðu grísku stjórnarinnar. Mat þeirra ræður úrslitum um það hvort Grikkir fá frekari fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóðum ESB og frá AGS. Antonis Samaras forsætisráðherra verður síðan á ferðalögum í Þýskalandi og Frakklandi í þessari viku, þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta um að slá af ítrustu kröfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira