Lífið

Frestar brúðkaupinu

Leikkonan Anne Hathaway hefur ekki tíma til að giftast unnusta sínum Adam Schulman í ár eins og planið var. Nordivphotos/getty
Leikkonan Anne Hathaway hefur ekki tíma til að giftast unnusta sínum Adam Schulman í ár eins og planið var. Nordivphotos/getty
Leikkonan Anne Hathaway og unnusti hennar, Adam Schulman hafa frestað brúðkaupi sínu fram á næsta ár. Upphaflega átti brúðkaupið að fara fram núna síðsumars en Hathaway vill klára vinnutörn áður en hún giftir sig. Frá þessu greinir Us Weekly.

Langir vinnudagar hjá Hathaway, sem leikur Kattarkonuna í nýjustu Batman-myndinni, hafa gert það að verkum að parið hefur ekki náð að eyða jafn miklum tíma saman og þau vildu. „Núna vilja þau bara njóta þess að vera trúlofuð og svo er hægt að giftast og eignast börn í framtíðinni,“ segir heimildarmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.