Lífið

Fimm milljónir á fingri

Keira Knightley og James Righton eru trúlofuð og hamingjusöm. nordicphotos/getty
Keira Knightley og James Righton eru trúlofuð og hamingjusöm. nordicphotos/getty
Leikkonan Keira Knightley trúlofaðist tónlistarmanninum James Righton fyrir skemmstu. Að sögn talsmanns leikkonunnar játaði hún Righton eftir fimmtán mánaða samband.

Knightley og Righton kynntust í gegnum sjónvarpskonuna Alexu Chung, sem er sameiginleg vinkona þeirra, í fyrra og hafa nú trúlofast hvort öðru. Nýverið sást til parsins á gangi um London og skartaði Knightley þá fallegum demantshring sem sagður er vera trúlofunarhringur hennar. Samkvæmt sérfræðingum er hringurinn nokkuð hefðbundinn trúlofunarhringur með 2 karata demanti og kostar um 5,3 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.