Lífið

Nýtt lag handa djömmurum

Rapparinn Bent syngur nýjan sumarsmell XXX Rottweiler, Klárum allt í kvöld, sem er nýkominn í loftið.

„Klárum allt í kvöld er um að klára allt í kvöld. Sem sagt að gera sér glaðan dag, hver og einn á sinn hátt auðvitað. Lagið er öfgafullt, rétt eins og allt sem ég geri,“ segir Bent um nýja lagið.

Myndbandið við lagið hefur vakið athygli en þar er Bent í mynd allan tímann, ráfandi um frá einum stað til annars. „Við tókum það upp klukkan fjögur um nótt á Prikinu. Við skelltum gopro-tökuvél á hausinn á mér og tókum þetta í einu rennsli. Svo skellti ég í mig nokkrum drykkjum því ég er „method actor“.“

Hann hefur lítið verið að rappa undanfarið vegna anna við upptökur á gamanþáttunum Steindanum okkar og hefur Erpur Eyvindarson því mestmegnis séð um hljóðnemann. Aðspurður segir Bent ekkert sérstakt framundan hjá Rottweiler, fyrir utan útgáfuna á nýja laginu. „Það eru engir meikdraumar á bak við útgáfuna á þessu lagi. Mig langaði bara að „tríta“ djammara landsins aðeins.“

Spurður hvort ný Rottweiler-plata sé væntanleg segir hann einfaldlega: „Breiðskífan er dauð.“ -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.