Vel horfir með Evrópustyrk til rannsókna á eldfjöllum 4. maí 2012 11:00 Evrópuverkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll; Heklu, Kötlu og eldstöðvarnar í Vatnajökli. fréttablaðið/vilhelm Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við Veðurstofu Íslands leiða samevrópskt verkefni 26 rannsóknastofnana og fyrirtækja sem góðar líkur eru á að verði fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Verkefnið nefnist Evrópsk ofurstöð í eldfjallafræði á Íslandi (FutureVolc). Um er að ræða mjög stórt Evrópuverkefni með íslenskri verkefnastjórn ef af verður og nemur styrkupphæðin um sex milljónum evra eða tæpum milljarði íslenskra króna. Þriðjungur styrkupphæðarinnar nýtist íslenskum stofnunum og fyrirtækjum beint. Rannsóknirnar, hvar sem þær verða unnar, tengjast allar Íslandi, íslenskum eldstöðvum og tækjabúnaði sem hér er þegar. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ, segir styrkinn ekki í hendi en umsókninni hafi verið afar vel tekið enda fékk hún hæstu mögulegu einkunn í matsferlinu. Verkefnið nær til tíu Evrópulanda og er hugsað til þriggja og hálfs árs. Meginmarkmið verkefnisins er að hanna samhæft vöktunarkerfi fyrir eldfjöll og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Þetta verður gert með því að samþætta niðurstöður frá mismunandi mæliaðferðum og tækjum; jarðskjálftamælum, mælingum á jarðskorpuhreyfingum og gasstreymi. „Þegar eldgos verða á að samþætta gögn til að meta betur magn gosefna sem kemur frá eldstöðinni og hvað gosmökkurinn er efnismikill,“ segir Freysteinn. Annað markmið er að þróa aðferðir til að bæta flæði upplýsinga til almannavarna og yfirvalda í Evrópu. Verkefnið stuðlar þannig að betri upplýsingagjöf til þeirra sem gefa út viðvaranir til flugfélaga vegna öskuburðar. Verkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll en þróaðar verða aðferðir og kerfi sem nýtast annars staðar í heiminum. Virkustu eldfjöll Íslands eru áherslusvæði verkefnisins; Katla, Hekla, Grímsvötn og aðrar eldstöðvar í Vatnajökli. Ef vel tekst til fæst forskrift að því hvernig á að standa að rannsóknum annars staðar. Ef af verður koma yfir 100 vísindamenn að verkefninu. Á Íslandi, auk Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar, kemur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að vinnunni auk tveggja einkafyrirtækja; Samsýnar og Miracle sem koma meðal annars að hönnun gagnagrunns. svavar@frettabladid.is Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við Veðurstofu Íslands leiða samevrópskt verkefni 26 rannsóknastofnana og fyrirtækja sem góðar líkur eru á að verði fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Verkefnið nefnist Evrópsk ofurstöð í eldfjallafræði á Íslandi (FutureVolc). Um er að ræða mjög stórt Evrópuverkefni með íslenskri verkefnastjórn ef af verður og nemur styrkupphæðin um sex milljónum evra eða tæpum milljarði íslenskra króna. Þriðjungur styrkupphæðarinnar nýtist íslenskum stofnunum og fyrirtækjum beint. Rannsóknirnar, hvar sem þær verða unnar, tengjast allar Íslandi, íslenskum eldstöðvum og tækjabúnaði sem hér er þegar. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ, segir styrkinn ekki í hendi en umsókninni hafi verið afar vel tekið enda fékk hún hæstu mögulegu einkunn í matsferlinu. Verkefnið nær til tíu Evrópulanda og er hugsað til þriggja og hálfs árs. Meginmarkmið verkefnisins er að hanna samhæft vöktunarkerfi fyrir eldfjöll og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Þetta verður gert með því að samþætta niðurstöður frá mismunandi mæliaðferðum og tækjum; jarðskjálftamælum, mælingum á jarðskorpuhreyfingum og gasstreymi. „Þegar eldgos verða á að samþætta gögn til að meta betur magn gosefna sem kemur frá eldstöðinni og hvað gosmökkurinn er efnismikill,“ segir Freysteinn. Annað markmið er að þróa aðferðir til að bæta flæði upplýsinga til almannavarna og yfirvalda í Evrópu. Verkefnið stuðlar þannig að betri upplýsingagjöf til þeirra sem gefa út viðvaranir til flugfélaga vegna öskuburðar. Verkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll en þróaðar verða aðferðir og kerfi sem nýtast annars staðar í heiminum. Virkustu eldfjöll Íslands eru áherslusvæði verkefnisins; Katla, Hekla, Grímsvötn og aðrar eldstöðvar í Vatnajökli. Ef vel tekst til fæst forskrift að því hvernig á að standa að rannsóknum annars staðar. Ef af verður koma yfir 100 vísindamenn að verkefninu. Á Íslandi, auk Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar, kemur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að vinnunni auk tveggja einkafyrirtækja; Samsýnar og Miracle sem koma meðal annars að hönnun gagnagrunns. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira