Vel horfir með Evrópustyrk til rannsókna á eldfjöllum 4. maí 2012 11:00 Evrópuverkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll; Heklu, Kötlu og eldstöðvarnar í Vatnajökli. fréttablaðið/vilhelm Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við Veðurstofu Íslands leiða samevrópskt verkefni 26 rannsóknastofnana og fyrirtækja sem góðar líkur eru á að verði fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Verkefnið nefnist Evrópsk ofurstöð í eldfjallafræði á Íslandi (FutureVolc). Um er að ræða mjög stórt Evrópuverkefni með íslenskri verkefnastjórn ef af verður og nemur styrkupphæðin um sex milljónum evra eða tæpum milljarði íslenskra króna. Þriðjungur styrkupphæðarinnar nýtist íslenskum stofnunum og fyrirtækjum beint. Rannsóknirnar, hvar sem þær verða unnar, tengjast allar Íslandi, íslenskum eldstöðvum og tækjabúnaði sem hér er þegar. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ, segir styrkinn ekki í hendi en umsókninni hafi verið afar vel tekið enda fékk hún hæstu mögulegu einkunn í matsferlinu. Verkefnið nær til tíu Evrópulanda og er hugsað til þriggja og hálfs árs. Meginmarkmið verkefnisins er að hanna samhæft vöktunarkerfi fyrir eldfjöll og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Þetta verður gert með því að samþætta niðurstöður frá mismunandi mæliaðferðum og tækjum; jarðskjálftamælum, mælingum á jarðskorpuhreyfingum og gasstreymi. „Þegar eldgos verða á að samþætta gögn til að meta betur magn gosefna sem kemur frá eldstöðinni og hvað gosmökkurinn er efnismikill,“ segir Freysteinn. Annað markmið er að þróa aðferðir til að bæta flæði upplýsinga til almannavarna og yfirvalda í Evrópu. Verkefnið stuðlar þannig að betri upplýsingagjöf til þeirra sem gefa út viðvaranir til flugfélaga vegna öskuburðar. Verkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll en þróaðar verða aðferðir og kerfi sem nýtast annars staðar í heiminum. Virkustu eldfjöll Íslands eru áherslusvæði verkefnisins; Katla, Hekla, Grímsvötn og aðrar eldstöðvar í Vatnajökli. Ef vel tekst til fæst forskrift að því hvernig á að standa að rannsóknum annars staðar. Ef af verður koma yfir 100 vísindamenn að verkefninu. Á Íslandi, auk Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar, kemur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að vinnunni auk tveggja einkafyrirtækja; Samsýnar og Miracle sem koma meðal annars að hönnun gagnagrunns. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við Veðurstofu Íslands leiða samevrópskt verkefni 26 rannsóknastofnana og fyrirtækja sem góðar líkur eru á að verði fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Verkefnið nefnist Evrópsk ofurstöð í eldfjallafræði á Íslandi (FutureVolc). Um er að ræða mjög stórt Evrópuverkefni með íslenskri verkefnastjórn ef af verður og nemur styrkupphæðin um sex milljónum evra eða tæpum milljarði íslenskra króna. Þriðjungur styrkupphæðarinnar nýtist íslenskum stofnunum og fyrirtækjum beint. Rannsóknirnar, hvar sem þær verða unnar, tengjast allar Íslandi, íslenskum eldstöðvum og tækjabúnaði sem hér er þegar. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ, segir styrkinn ekki í hendi en umsókninni hafi verið afar vel tekið enda fékk hún hæstu mögulegu einkunn í matsferlinu. Verkefnið nær til tíu Evrópulanda og er hugsað til þriggja og hálfs árs. Meginmarkmið verkefnisins er að hanna samhæft vöktunarkerfi fyrir eldfjöll og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Þetta verður gert með því að samþætta niðurstöður frá mismunandi mæliaðferðum og tækjum; jarðskjálftamælum, mælingum á jarðskorpuhreyfingum og gasstreymi. „Þegar eldgos verða á að samþætta gögn til að meta betur magn gosefna sem kemur frá eldstöðinni og hvað gosmökkurinn er efnismikill,“ segir Freysteinn. Annað markmið er að þróa aðferðir til að bæta flæði upplýsinga til almannavarna og yfirvalda í Evrópu. Verkefnið stuðlar þannig að betri upplýsingagjöf til þeirra sem gefa út viðvaranir til flugfélaga vegna öskuburðar. Verkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll en þróaðar verða aðferðir og kerfi sem nýtast annars staðar í heiminum. Virkustu eldfjöll Íslands eru áherslusvæði verkefnisins; Katla, Hekla, Grímsvötn og aðrar eldstöðvar í Vatnajökli. Ef vel tekst til fæst forskrift að því hvernig á að standa að rannsóknum annars staðar. Ef af verður koma yfir 100 vísindamenn að verkefninu. Á Íslandi, auk Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar, kemur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að vinnunni auk tveggja einkafyrirtækja; Samsýnar og Miracle sem koma meðal annars að hönnun gagnagrunns. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira