Fer til New York í sumar 23. apríl 2012 11:00 Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina í ár. Hún hafði ekki reynt fyrir sér í fyrirsætubransanum áður. fréttablaðið/stefán Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp