Innlent

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn

Siglingin milli Landeyja og Eyja er mikið styttri en úr Eyjum og í Þorlákshöfn.f
Siglingin milli Landeyja og Eyja er mikið styttri en úr Eyjum og í Þorlákshöfn.f réttablaðið/stefán
Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á morgun og föstudag, þrjár ferðir hvorn daginn.

Landeyjahöfn hefur liðið fyrir sandburð og mikla ölduhæð í vetur. Tvö skip hafa unnið að dýpkun hafnarinnar undanfarið. Siglingadögum á Landeyjahöfn fjölgar eftir því sem líður á vorið en stefnt er að því að nota höfnina fram á næsta vetur. Farþegar eru beðnir að fylgjast með upplýsingum um ferðir skipsins vegna skjótra breytinga sem orðið geta.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×