Langafastrákur með veiðidellu 12. apríl 2012 09:00 Ómar Smári Óttarsson þekkir Vífilsstaðavatnið vel. Í byrjun apríl veiddi hann sér þar bleikju í matinn. Fréttablaðið/Vilhelm Ómar Smári Óttarsson er 14 ára Hafnfirðingur með veiðidellu á háu stigi, sem er gott. Hann byrjaði að veiða þegar hann var fjögurra eða fimm ára og hefur hnýtt flugur í þrjú ár. Hann veiðir víða en líklega mest í Vífilsstaðavatni. Trausti Hafliðason ræddi við Ómar Smára um fiska, flugur og ótrúlegar veiðisögur. „Mér gengur ágætlega að veiða í Vífilsstaðavatni þó ég fái kannski ekki alltaf fisk. Ég fór þangað til dæmis einn morguninn fljótlega eftir að veiðitímabilið byrjaði núna í apríl og veiddi eins og hálfs punds bleikju. Ég tók hana með mér heim og steikti hana í hádeginu sama dag. Bleikjan er góð.“Afi Björgvin kominn í golfið „Ég er búinn að veiða alveg síðan ég gat haldið á stöng. Ég veiddi fyrst með Stefáni langafa mínum í Vesturhópsvatni en þar vorum við oft í sumarbústað. Þar lögðum við silunganet en síðan fórum við líka út á bát og veiddum á spún. Það er til mynd af mér þegar ég var pínulítill með silung sem ég veiddi. Afi Björgvin var líka veiðimaður og fór nokkrum sinnum með mér að veiða. Hann hætti hins vegar að veiða fyrir þremur árum og fór í golfið. Afi á fullt af veiðigræjum sem hann notar ekkert en ég hef samt ekki fengið að nota þær. Ég er viss að ef ég tæki þær núna myndi hann ekki fatta það fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. Hann hefur engan áhuga á veiðinni lengur sem er auðvitað svakalegt.“Talar endalaust um veiði Oft byrja börn að veiða vegna þess að foreldrarnir eru forfallnir veiðimenn en þannig er það ekki hjá Ómari Smára. „Foreldrar mínir veiða eiginlega ekki neitt og það er svolítið slæmt. Þau verða stundum svolítið þreytt á mér því ég er endalaust að tala um veiði og biðja þau um að skutla mér í veiði. Ég er aftur á móti að vinna í því að gera bróður minn að veiðimanni en hann er reyndar bara þriggja ára. Ég fór samt með hann niður á bryggju síðasta sumar og hann fékk að halda í stöngina þegar við veiddum þrjá þorska. Síðan hefur systir mín, sem er ellefu ára, smá áhuga á veiði og hefur til dæmis verið svolítið að hnýta flugur með mér.“Sjóbleikjan skemmtilegust Þó Ómar Smári hafi margsinnis veitt lax finnst honum ekki síður skemmtilegt að veiða silung. Reyndar finnst honum sjóbleikjan skemmtilegust. „Það er mikil áskorun að veiða sjóbleikju. Það getur oft verið erfitt að fá hana til að taka en þegar maður nær einni þá skoðar maður bara í magann á henni og sér hvað hún er að borða og velur flugu eftir því. Eftir það getur maður veitt margar.“Ofurflugan Didda amma Ómar Smári er ekki bara veiðimaður heldur líka eldklár fluguhnýtari. Hann byrjaði að hnýta fyrir þremur árum og hnýtir bæði þekktar flugur eins til dæmis Frances og Flæðarmús en einnig hannar hann sínar eigin flugur. Eina þeirra nefndi hann eftir langömmu sinni sem dó úr krabbameini í fyrra. Hún dó daginn áður en Ómar Smári fermdist og skiljanlega þykir honum mjög vænt um þessa litlu silungaflugu. Hún nefnist Didda A eða Didda amma. „Þetta er þurrfluga og í fyrsta skiptið sem ég kastaði henni út í Hraunsfjörðinn tók bleikja. Í heildina hef ég veitt 24 bleikjur á Diddu ömmu eða Diddu A. Annars finnst mér skemmtilegast að hnýta púpur og straumflugur. Ég hnýti samt líka laxaflugur. Í fyrra hnýtti ég Rauðan Frances og Undertaker áður en ég fór í lax í Gufuá og ég veiddi á þær báðar.Stærsti laxinn var átta pund Stærsti laxinn sem Ómar Smári hefur landað var átta pund. „Mér finnst rosalega gaman að veiða í Gufuá í Borgarfirði. Ég fer stundum þangað með Guðlaugi Fjeldsted, kærasta frænku minnar, en ég hef reyndar líka farið þangað með pabba. Þá veiðir hann yfirleitt á maðk en ég mest á flugu. Síðasta sumar fór ég nokkrum sinnum í Gufuá og veiddi fimmtán laxa í heildina.“Á strigaskónum í Gufuá Þrátt fyrir ungan aldur lumar Ómari Smári á nokkrum ótrúlegum veiðisögum. „Erfiðasti lax sem ég hef veitt var bara fjögur og hálft pund – hann var ótrúlega sprækur. Ég var bara á strigaskónum þegar ég veiddi hann í skurði í Gufuá. Þar bunkast oft upp lax en Guðlaugur sagðist ekki vita til þess að neinn hefði náð að landa laxi á þessum stað án þess að vera með háf. Ég henti svartri snældutúbu út í og laxinn tók en sleppti og fór út í sefgras. Ég kastaði þá aftur og þá rauk hann aftur í fluguna og tók. Nú var hann vel tekinn og alveg trylltur. Í eitt skiptið stökk hann upp á bakkann en þegar ég hljóp að honum og ætlaði að sporðtaka hann þá datt hann aftur út í og þá byrjaði leikurinn aftur. Ég var síðan um hálftíma að landa honum enda þorði ég ekki annað en að taka ofurvarlega á honum þar sem ég var auðvitað ekki með háf.“Langar í Elliðaárnar Ómar Smári ætlar að vera duglegur að veiða í sumar. „Ég mun pottþétt veiða í Gufuá og Hraunsfirðinum og síðan langar mig rosalega að veiða í Elliðaánum. Ég ætla líka að vera duglegur að veiða í vötnunum.“trausti@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ómar Smári Óttarsson er 14 ára Hafnfirðingur með veiðidellu á háu stigi, sem er gott. Hann byrjaði að veiða þegar hann var fjögurra eða fimm ára og hefur hnýtt flugur í þrjú ár. Hann veiðir víða en líklega mest í Vífilsstaðavatni. Trausti Hafliðason ræddi við Ómar Smára um fiska, flugur og ótrúlegar veiðisögur. „Mér gengur ágætlega að veiða í Vífilsstaðavatni þó ég fái kannski ekki alltaf fisk. Ég fór þangað til dæmis einn morguninn fljótlega eftir að veiðitímabilið byrjaði núna í apríl og veiddi eins og hálfs punds bleikju. Ég tók hana með mér heim og steikti hana í hádeginu sama dag. Bleikjan er góð.“Afi Björgvin kominn í golfið „Ég er búinn að veiða alveg síðan ég gat haldið á stöng. Ég veiddi fyrst með Stefáni langafa mínum í Vesturhópsvatni en þar vorum við oft í sumarbústað. Þar lögðum við silunganet en síðan fórum við líka út á bát og veiddum á spún. Það er til mynd af mér þegar ég var pínulítill með silung sem ég veiddi. Afi Björgvin var líka veiðimaður og fór nokkrum sinnum með mér að veiða. Hann hætti hins vegar að veiða fyrir þremur árum og fór í golfið. Afi á fullt af veiðigræjum sem hann notar ekkert en ég hef samt ekki fengið að nota þær. Ég er viss að ef ég tæki þær núna myndi hann ekki fatta það fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. Hann hefur engan áhuga á veiðinni lengur sem er auðvitað svakalegt.“Talar endalaust um veiði Oft byrja börn að veiða vegna þess að foreldrarnir eru forfallnir veiðimenn en þannig er það ekki hjá Ómari Smára. „Foreldrar mínir veiða eiginlega ekki neitt og það er svolítið slæmt. Þau verða stundum svolítið þreytt á mér því ég er endalaust að tala um veiði og biðja þau um að skutla mér í veiði. Ég er aftur á móti að vinna í því að gera bróður minn að veiðimanni en hann er reyndar bara þriggja ára. Ég fór samt með hann niður á bryggju síðasta sumar og hann fékk að halda í stöngina þegar við veiddum þrjá þorska. Síðan hefur systir mín, sem er ellefu ára, smá áhuga á veiði og hefur til dæmis verið svolítið að hnýta flugur með mér.“Sjóbleikjan skemmtilegust Þó Ómar Smári hafi margsinnis veitt lax finnst honum ekki síður skemmtilegt að veiða silung. Reyndar finnst honum sjóbleikjan skemmtilegust. „Það er mikil áskorun að veiða sjóbleikju. Það getur oft verið erfitt að fá hana til að taka en þegar maður nær einni þá skoðar maður bara í magann á henni og sér hvað hún er að borða og velur flugu eftir því. Eftir það getur maður veitt margar.“Ofurflugan Didda amma Ómar Smári er ekki bara veiðimaður heldur líka eldklár fluguhnýtari. Hann byrjaði að hnýta fyrir þremur árum og hnýtir bæði þekktar flugur eins til dæmis Frances og Flæðarmús en einnig hannar hann sínar eigin flugur. Eina þeirra nefndi hann eftir langömmu sinni sem dó úr krabbameini í fyrra. Hún dó daginn áður en Ómar Smári fermdist og skiljanlega þykir honum mjög vænt um þessa litlu silungaflugu. Hún nefnist Didda A eða Didda amma. „Þetta er þurrfluga og í fyrsta skiptið sem ég kastaði henni út í Hraunsfjörðinn tók bleikja. Í heildina hef ég veitt 24 bleikjur á Diddu ömmu eða Diddu A. Annars finnst mér skemmtilegast að hnýta púpur og straumflugur. Ég hnýti samt líka laxaflugur. Í fyrra hnýtti ég Rauðan Frances og Undertaker áður en ég fór í lax í Gufuá og ég veiddi á þær báðar.Stærsti laxinn var átta pund Stærsti laxinn sem Ómar Smári hefur landað var átta pund. „Mér finnst rosalega gaman að veiða í Gufuá í Borgarfirði. Ég fer stundum þangað með Guðlaugi Fjeldsted, kærasta frænku minnar, en ég hef reyndar líka farið þangað með pabba. Þá veiðir hann yfirleitt á maðk en ég mest á flugu. Síðasta sumar fór ég nokkrum sinnum í Gufuá og veiddi fimmtán laxa í heildina.“Á strigaskónum í Gufuá Þrátt fyrir ungan aldur lumar Ómari Smári á nokkrum ótrúlegum veiðisögum. „Erfiðasti lax sem ég hef veitt var bara fjögur og hálft pund – hann var ótrúlega sprækur. Ég var bara á strigaskónum þegar ég veiddi hann í skurði í Gufuá. Þar bunkast oft upp lax en Guðlaugur sagðist ekki vita til þess að neinn hefði náð að landa laxi á þessum stað án þess að vera með háf. Ég henti svartri snældutúbu út í og laxinn tók en sleppti og fór út í sefgras. Ég kastaði þá aftur og þá rauk hann aftur í fluguna og tók. Nú var hann vel tekinn og alveg trylltur. Í eitt skiptið stökk hann upp á bakkann en þegar ég hljóp að honum og ætlaði að sporðtaka hann þá datt hann aftur út í og þá byrjaði leikurinn aftur. Ég var síðan um hálftíma að landa honum enda þorði ég ekki annað en að taka ofurvarlega á honum þar sem ég var auðvitað ekki með háf.“Langar í Elliðaárnar Ómar Smári ætlar að vera duglegur að veiða í sumar. „Ég mun pottþétt veiða í Gufuá og Hraunsfirðinum og síðan langar mig rosalega að veiða í Elliðaánum. Ég ætla líka að vera duglegur að veiða í vötnunum.“trausti@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira