Einkennilegur draumur um raforkusölu til Evrópu Ólafur Arnalds skrifar 2. mars 2012 06:00 Þær eru margvíslegar draumfarirnar um bissness og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Einn sérkennilegasti draumurinn er að flytja út rafmagn frá Íslandi til Evrópu með streng. Seint verður sú hugmynd talin meðal þeirra vænlegustu til að stuðla að aukinni hagsæld á Íslandi. Fyrir því eru nokkrar ástæður og sem dæmi má nefna: 1. Það er afskaplega úreltur hugsunarháttur að flytja út auðlindir landsins í heildsölu með þessum hætti í stað þess að nýta orkuna til að auðga atvinnulífið heima fyrir. Nýlendutíminn er liðinn – er það ekki? 2. Við samtengingu íslenska kerfisins við Evrópumarkað verða íslenskir neytendur í samkeppni á Evrópumarkaði um rafmagnið: rafmagn til almennings á Íslandi hækkar því verulega í kjölfarið: lífskjör þorra fólks munu beinlínis versna. Það er nú varla göfugt markmið? 3. Mikil orka tapast við orkuflutning með þessum hætti. Það er ekki í anda nútímans, þegar mikilvægast er að draga úr orkusóun, að tapa stórum hluta orkuframleiðslunnar við flutning hennar. Skynsamlega er að nýta hana með öðrum hætti nærri framleiðslustaðnum. 4. Það er staðreynd að sú orka sem menn ásælast í þessum tilgangi er einfaldlega ekki til. Síðasta mögulega vatnsaflsvirkjunin af stærðargráðu Þjórsárvirkjana er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Óljósara er um mögulega orku háhitavirkjana, en þó augljóst að sátt getur aldrei náðst um að flytja rafmagnið út, til þess er umhverfiskostnaður á háhitasvæðum allt of hár. Þessi orkuskortur er vitaskuld nokkuð alvarlegur hængur á ráðagerðinni. 5. Jarðefnaeldsneyti verður æ dýrara eftir því sem gengur á forðann á heimsvísu. En eftirspurnin vex örum skrefum. Um leið margfaldast mikilvægi annarra orkugjafa. Rafmagn verður mögulega raunhæfur kostur í samgöngum, fljótlega á bílaflotann og síðar til að mæta orkuþörf skipastólsins í einhverjum mæli. Íslendingar þurfa að eiga sinn forða til að nýta í samgöngum eftir því sem þessari þróun fleygir fram. Það er vitaskuld mun betri kostur en sala með „hundi" til Evrópu. 6. Með hækkandi orkuverði opnast sífellt nýir og fjölbreyttari möguleikar til nýtingar á orku á Íslandi og um leið eykst framleiðni orkusölunnar til handa íbúum landsins. Sala á orkunni með streng til Evrópu eyðileggur beinlínis slíka möguleika. Svona eins og að flýta sér að losa sig við timbrið áður en byrjað er að reisa húsið. Hefur það verið gert áður? Sú orka sem unnt væri að flytja til Evrópu er svo lítil að hún skiptir engu fyrir markaðinn í Evrópu. Eins konar kertaljós er tírir á undir flóðljósum breiðstrætisins. Mikilvægara er að nýta orku Íslendinga til hagsældar heima fyrir. Orkusala með streng til Evrópu er í raun galin hugmynd í samanburði. Hvenær fer að bóla á „hinu nýja Íslandi" í draumi athafnamannsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru margvíslegar draumfarirnar um bissness og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Einn sérkennilegasti draumurinn er að flytja út rafmagn frá Íslandi til Evrópu með streng. Seint verður sú hugmynd talin meðal þeirra vænlegustu til að stuðla að aukinni hagsæld á Íslandi. Fyrir því eru nokkrar ástæður og sem dæmi má nefna: 1. Það er afskaplega úreltur hugsunarháttur að flytja út auðlindir landsins í heildsölu með þessum hætti í stað þess að nýta orkuna til að auðga atvinnulífið heima fyrir. Nýlendutíminn er liðinn – er það ekki? 2. Við samtengingu íslenska kerfisins við Evrópumarkað verða íslenskir neytendur í samkeppni á Evrópumarkaði um rafmagnið: rafmagn til almennings á Íslandi hækkar því verulega í kjölfarið: lífskjör þorra fólks munu beinlínis versna. Það er nú varla göfugt markmið? 3. Mikil orka tapast við orkuflutning með þessum hætti. Það er ekki í anda nútímans, þegar mikilvægast er að draga úr orkusóun, að tapa stórum hluta orkuframleiðslunnar við flutning hennar. Skynsamlega er að nýta hana með öðrum hætti nærri framleiðslustaðnum. 4. Það er staðreynd að sú orka sem menn ásælast í þessum tilgangi er einfaldlega ekki til. Síðasta mögulega vatnsaflsvirkjunin af stærðargráðu Þjórsárvirkjana er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Óljósara er um mögulega orku háhitavirkjana, en þó augljóst að sátt getur aldrei náðst um að flytja rafmagnið út, til þess er umhverfiskostnaður á háhitasvæðum allt of hár. Þessi orkuskortur er vitaskuld nokkuð alvarlegur hængur á ráðagerðinni. 5. Jarðefnaeldsneyti verður æ dýrara eftir því sem gengur á forðann á heimsvísu. En eftirspurnin vex örum skrefum. Um leið margfaldast mikilvægi annarra orkugjafa. Rafmagn verður mögulega raunhæfur kostur í samgöngum, fljótlega á bílaflotann og síðar til að mæta orkuþörf skipastólsins í einhverjum mæli. Íslendingar þurfa að eiga sinn forða til að nýta í samgöngum eftir því sem þessari þróun fleygir fram. Það er vitaskuld mun betri kostur en sala með „hundi" til Evrópu. 6. Með hækkandi orkuverði opnast sífellt nýir og fjölbreyttari möguleikar til nýtingar á orku á Íslandi og um leið eykst framleiðni orkusölunnar til handa íbúum landsins. Sala á orkunni með streng til Evrópu eyðileggur beinlínis slíka möguleika. Svona eins og að flýta sér að losa sig við timbrið áður en byrjað er að reisa húsið. Hefur það verið gert áður? Sú orka sem unnt væri að flytja til Evrópu er svo lítil að hún skiptir engu fyrir markaðinn í Evrópu. Eins konar kertaljós er tírir á undir flóðljósum breiðstrætisins. Mikilvægara er að nýta orku Íslendinga til hagsældar heima fyrir. Orkusala með streng til Evrópu er í raun galin hugmynd í samanburði. Hvenær fer að bóla á „hinu nýja Íslandi" í draumi athafnamannsins?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar