Lífið

Hálf milljón app-starfa

Næstum því hálf milljón störf hafa skapast í kringum öppin.
Næstum því hálf milljón störf hafa skapast í kringum öppin.
Samkvæmt nýlegri rannsókn hefur app-iðnaðurinn svokallaði búið til 466 þúsund störf í Bandaríkjunum, eða hátt í hálfa milljón. Þetta er afar merkilegt, sérstaklega fyrir þær sakir að þessi iðnaður var ekki einu sinni til fyrir fimm árum.

Það var Michael Mandel frá skólanum South Mountain Economic sem framkvæmdi rannsóknina og fjallað er um niðurstöðurnar á síðunni TGdaily.com. Ekki er þó hægt að treysta niðurstöðunum algjörlega því vinnumarkaðurinn í kringum öppin er mjög breytilegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.