Umdeild fæðing Blue Ivy 13. janúar 2012 12:00 Umtöluð Fæðing frumburðar Beyoncé og Jay-Z er umtöluð og hefur mikið verið skrifað um hana í fjölmiðlum vestan hafs. nordicphotos/getty Tónlistarhjónin Beyonce Knowles og Jay-Z eignuðust sitt fyrsta barn á Lenox Hill sjúkrahúsinu í New York á laugardaginn síðasta. Stúlkan hlaut nafnið Blue Ivy Carter og hafa fjölmiðlar birt margar furðulegar fréttir um fæðingu barnsins. Sögusagnirnar hófust strax á meðgöngunni og var Beyoncé sökuð um að ljúga um ástand sitt. Sum tímarit héldu því fram að söngkonan væri alls ekki barnshafandi og að bumban væri aðeins púði. Söngkonan var þó flutt á Lenox Hill sjúkrahúsið þann 7. janúar síðastliðinn þar sem hún fæddi Blue Ivy. Sögusögnunum hefur þó ekki linnt og eru hjónin sögð hafa rifið niður veggi á fæðingardeild spítalans og þannig breytt sex herbergjum í tvö stór herbergi sem þau ein höfðu aðgang að. Starfsfólk Lenox Hill-sjúkrahússins hefur reynt að tala niður umstangið en vefsíðan TMZ komst yfir teikningar af fæðingarstofu Beyoncé og Jay Z. Herbergið minnir á þakíbúð Four Seasons-hótelsins, fjórir flatskjáir prýða það, raftæki af bestu gerð eru til taks og nútímalistaverk ef fólk vill slaka aðeins á. Talsmaður spítalans vísaði því hins vegar á bug að herbergið hafi verið sérstaklega útbúið fyrir tónlistarhjónin, þau hafi hins vegar verið þess heiðurs aðnjótandi að vígja það. Tímaritið US Weekly greinir einnig frá því að öðrum hjónum hafi verið meinaður aðgangur að fæðingardeildinni af lífvörðum Jay-Z. Fréttirnar vöktu athygli heilbrigðisyfirvalda New York-borgar sem ákváðu í kjölfarið að skoða málið nánar. Einnig er talið að hjónin hafi eytt hátt í tvö hundruð milljónum króna í barnaherbergi dótturinnar. Á meðal þess sem herbergið hefur upp á að bjóða er rugguhestur úr gulli sem talið er að hafi kostað um 75 milljónir króna, vagga sem kostaði um tvær og hálfa milljón, og barnastóll sem kostaði í kringum tvær milljónir króna. Þau skötuhjú eru þó ekki bara að hugsa um gull og glingur fyrir Blue Ivy því samkvæmt Daily Star hafa þær gjafir sem þau hafa fengið frá frægum vinum á borð við Opruh Winfrey og P. Diddy verið látnar rennar til góðgerðarsamtaka. sara@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Tónlistarhjónin Beyonce Knowles og Jay-Z eignuðust sitt fyrsta barn á Lenox Hill sjúkrahúsinu í New York á laugardaginn síðasta. Stúlkan hlaut nafnið Blue Ivy Carter og hafa fjölmiðlar birt margar furðulegar fréttir um fæðingu barnsins. Sögusagnirnar hófust strax á meðgöngunni og var Beyoncé sökuð um að ljúga um ástand sitt. Sum tímarit héldu því fram að söngkonan væri alls ekki barnshafandi og að bumban væri aðeins púði. Söngkonan var þó flutt á Lenox Hill sjúkrahúsið þann 7. janúar síðastliðinn þar sem hún fæddi Blue Ivy. Sögusögnunum hefur þó ekki linnt og eru hjónin sögð hafa rifið niður veggi á fæðingardeild spítalans og þannig breytt sex herbergjum í tvö stór herbergi sem þau ein höfðu aðgang að. Starfsfólk Lenox Hill-sjúkrahússins hefur reynt að tala niður umstangið en vefsíðan TMZ komst yfir teikningar af fæðingarstofu Beyoncé og Jay Z. Herbergið minnir á þakíbúð Four Seasons-hótelsins, fjórir flatskjáir prýða það, raftæki af bestu gerð eru til taks og nútímalistaverk ef fólk vill slaka aðeins á. Talsmaður spítalans vísaði því hins vegar á bug að herbergið hafi verið sérstaklega útbúið fyrir tónlistarhjónin, þau hafi hins vegar verið þess heiðurs aðnjótandi að vígja það. Tímaritið US Weekly greinir einnig frá því að öðrum hjónum hafi verið meinaður aðgangur að fæðingardeildinni af lífvörðum Jay-Z. Fréttirnar vöktu athygli heilbrigðisyfirvalda New York-borgar sem ákváðu í kjölfarið að skoða málið nánar. Einnig er talið að hjónin hafi eytt hátt í tvö hundruð milljónum króna í barnaherbergi dótturinnar. Á meðal þess sem herbergið hefur upp á að bjóða er rugguhestur úr gulli sem talið er að hafi kostað um 75 milljónir króna, vagga sem kostaði um tvær og hálfa milljón, og barnastóll sem kostaði í kringum tvær milljónir króna. Þau skötuhjú eru þó ekki bara að hugsa um gull og glingur fyrir Blue Ivy því samkvæmt Daily Star hafa þær gjafir sem þau hafa fengið frá frægum vinum á borð við Opruh Winfrey og P. Diddy verið látnar rennar til góðgerðarsamtaka. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira