Erlent

Mubarak þungt haldinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, liggur þungt haldinn á fangelsissjúkrahúsi í Kaíró.

Heilsu hans hefur hrakað mikið frá því hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir um viku og segja egypskt yfirvöld hann nú einungis geta neytt matar í vökvaformi.

Eiginkona Mubaraks og tvær tengdadætur heimsóttu hann í morgun eftir að orðrómur um andlát fyrrum forsetans fór á kreik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×