Enski boltinn

City einum sigri frá titlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hnífjafnt Titilinn ræðst væntanlega á markatölu.
Hnífjafnt Titilinn ræðst væntanlega á markatölu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester-liðin keppa um enska meistaratitilinn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Man. City er ofar á betri markatölu (+ 8 mörk) og ætti því að öllu eðlilegu að nægja sigur á heimavelli á móti Heiðari Helgusyni og félögum í QPR nema að Man. United taki upp á því að vinna risasigur á útivelli á móti Sunderland.

Mark Hughes, þjálfari QPR og fyrrum stjóri City-liðsins, segist ekki vera í hefndarhug en hans menn geta hjálpað United að vinna tuttugasta meistaratitilinn og koma í veg fyrir fyrsta meistaratitili City síðan 1968.

„Við verðum bara að gera okkar besta og vona að eitthvað heimskulegt komi fyrir City," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United sem er að reyna að gera liðið að meisturum í þrettánda sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×