Hneyksli í Svíþjóð 15. nóvember 2012 20:28 Erik Almqvist og skjáskot úr myndbandinu. SAMSETT MYND/AFP/EXPRESSEN Kent Ekeroth, þingmaður Sænska demókrataflokksins, hefur tekið sér leyfi frá störfum eftir að myndband var birt sem sýnir hann ásamt tveimur öðrum þingmönnum hafa niðrandi ummæli um ölvaðan mann og konu sem reyndi að stilla til friðar milli þeirra. „Ég er hreint ekki stoltur af því sem gerðist," sagði Ekeroth í samtali við fréttamiðilinn TT í dag. „Þetta er eitthvað sem ég skammast mín fyrir." Í myndskeiðinu má sjá þingmennina, sem virðast vera í heldur annarlegu ástandi, rífast við ölvaðan mann. Þetta eru Ekeroth, Christian Westling og Erik Almqvist. Sá síðastnefndi hafði verið með kynþáttaníð í garð mannsins. Á einum tímapunkti halda þeir járnrörum á lofti og kalla að manninum. Því næst ber unga konu að garði. Hún reynir að stilla til friðar og reynir að grípa í farsíma Ekeroths. Þingmaðurinn ýtir konunni þá frá sér. Þegar lögreglan kemur á vettvang eru járnrörin látin falla og félagarnir láta sem ekkert sé. Það var sænski miðillinn Expressen sem fyrst birti myndbandið en það er frá árinu 2010. Síðustu daga hafa nokkur önnur myndskeið litið dagsins ljós. Það var Ekeroth sjálfur sem var bakvið myndavélina í nýjasta myndskeiðinu. Ekki er vitað hvernig það komst í hendur Expressen. „Þessi hegðun sæmir ekki þingmanni," sagði Ekeroth. „Þegar ég sé myndbandið núna þá er augljóst að hegðun mín var ólíðandi." Kollegi Ekeroths, Erik almqvist, hefur að sama skapi látið að trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá hefur leiðtogi Sænska demókrataflokksins hvatt Almqvist til að láta alfarið af þingmennsku. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Kent Ekeroth, þingmaður Sænska demókrataflokksins, hefur tekið sér leyfi frá störfum eftir að myndband var birt sem sýnir hann ásamt tveimur öðrum þingmönnum hafa niðrandi ummæli um ölvaðan mann og konu sem reyndi að stilla til friðar milli þeirra. „Ég er hreint ekki stoltur af því sem gerðist," sagði Ekeroth í samtali við fréttamiðilinn TT í dag. „Þetta er eitthvað sem ég skammast mín fyrir." Í myndskeiðinu má sjá þingmennina, sem virðast vera í heldur annarlegu ástandi, rífast við ölvaðan mann. Þetta eru Ekeroth, Christian Westling og Erik Almqvist. Sá síðastnefndi hafði verið með kynþáttaníð í garð mannsins. Á einum tímapunkti halda þeir járnrörum á lofti og kalla að manninum. Því næst ber unga konu að garði. Hún reynir að stilla til friðar og reynir að grípa í farsíma Ekeroths. Þingmaðurinn ýtir konunni þá frá sér. Þegar lögreglan kemur á vettvang eru járnrörin látin falla og félagarnir láta sem ekkert sé. Það var sænski miðillinn Expressen sem fyrst birti myndbandið en það er frá árinu 2010. Síðustu daga hafa nokkur önnur myndskeið litið dagsins ljós. Það var Ekeroth sjálfur sem var bakvið myndavélina í nýjasta myndskeiðinu. Ekki er vitað hvernig það komst í hendur Expressen. „Þessi hegðun sæmir ekki þingmanni," sagði Ekeroth. „Þegar ég sé myndbandið núna þá er augljóst að hegðun mín var ólíðandi." Kollegi Ekeroths, Erik almqvist, hefur að sama skapi látið að trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá hefur leiðtogi Sænska demókrataflokksins hvatt Almqvist til að láta alfarið af þingmennsku.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira