Innlent

Laugavegur fylltist af snjó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta var gríðarmikill snjór sem féll á Laugaveginn eins og þessi mynd sýnir.
Þetta var gríðarmikill snjór sem féll á Laugaveginn eins og þessi mynd sýnir.
Íbúi í húsi við Laugaveginn rauk upp við mikinn dynk nú um áttaleitið í kvöld án þess að vita nokkuð hvað væri á seyði. Þegar íbúanum var litið út um gluggann sá hann að stærðar snjóköggli hafði verið skellt á miðjan Laugaveginn. Ástæðan er sú að Linda Björk Sumarliðadóttir og félagar hennar standa fyrir hjólabretta- og snjóbrettakeppni nú um helgina.

„Bláfjöll sendi okkur snjóinn," sagði Linda þegar Vísir náði af henni tali nú undir kvöld. Hún segir að keppnin fari fram á bakvið Nikita verslunina á Laugavegi 56. Grafa er notuð til þess að færa snjóinn af miðri götunni og inn í bakgarðinn. Linda býst við miklu stuði enda muni Benni B-Ruff halda uppi fjörinu og svo verði haldið uppboð og safnað verði í stuðningssjóð sem stofnaður var til minningar um Arnar, mikinn jaðarsportskappa sem hefði orðið þrítugur í ár ef hann hefði lifað.

Smelltu hér til að kynna þér dagskrána á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×