Enski boltinn

Man. City sagt ætla að reyna við Ronaldo í sumar

Samkvæmt heimildum vefsíðunnar goal.com þá ætlar Man. City að gera risatilboð í Portúgalann Cristiano Ronaldo í sumar.

Samkvæmt heimildunum eru eigendur City til í að greiða sama verð og Real keypti hann á frá Man. Utd - 82 milljónir punda - og svo ku félagið ætla að gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims.

Hermt er að City sé til í að greiða Ronaldo 400 til 500 þúsund pund í vikulaun sem er náttúrulega glórulaus upphæð.

Félögin eru sögð vera byrjuð að ræða saman og það yrðu heldur betur óvænt ef Ronaldo gengi í raðir Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×