Enski boltinn

Rio lét sauma Twitter-nafið sitt í skóna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nike
Þeir Rio Ferdinand og Alex Oxlade-Chamberlain munu eigast við á sunnudaginn þegar að lið þeirra, Manchester United og Arsenal, mætast í ensku úrvalsdeildinni. Þeir verða vel skóaðir.

Báðir hafa látið sauma Twitter-nöfnin sín í skóna en þeir hafa báðir verið duglegir að láta til sín taka á samskiptavefnum. Ferdinand gengur undir nafninu @rioferdy5 á Twitter.

Ferdinand er með 1,9 milljón fylgjendur (e. Followers) og er einn nokkurra íþróttamanna sem tekur þátt í herferð Nike-skóframleiðandans sem nefnist #makeitcount.

Breiður hópur íþróttamanna tekur þátt í herferðinni enda fara Ólympíuleikarnir fram í Lundúnum síðar á þessu ári. Aðrir knattspyrnumenn sem taka þátt eru Arsenal-mennirnir Theo Walcott og Wojciech Szczesny.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×