Enski boltinn

PSG í viðræðum við Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Franska liðið Paris St. Germain freistar þess að kaupa Argentínumanninn Carlos Tevez frá Manchester City á 31 milljón punda.

Parísarliðið er tilbúið að gera þriggja og hálfs árs samning við Tevez sem myndi færa honum 43 milljónir punda á samningstímanum eða 8,3 milljarða króna.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum munu fulltrúar Tevez nú eiga í viðræðum við forráðamenn PSG en hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Inter og AC Milan á Ítalíu.

„Það vita allir að við viljum fá framherja," sagði Carlo Ancelotti, nýráðinn stjóri PSG. „Það væri frábært að fá Carlos Tevez. Hann er ekki að spila með City en vill spila."

Tevez er dýr á fóðrum hjá Mancester City en hann lék síðast með liðinu í október og hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum í deildinni, sá síðasti var í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×