Starfar við gerð Simpsonsþáttana 11. ágúst 2012 08:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson landaði tímabundnu starfi sem ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu, The Simpsons. Mynd/Sangjinjung „Ég hef alltaf verið aðdáandi Simpsons-fjölskyldunnar og horfði mikið á þáttinn sem unglingur en ég var 12 ára þegar hann fór fyrst í loftið,“ segir framleiðandinn Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu The Simpsons. Ragnhildur hefur verið búsett í Los Angeles síðan árið 2010 þar sem hún hefur hoppað á milli ýmissa verkefna innan kvikmyndageirans. Starf hennar hjá teiknimyndaseríunni frægu er tímabundið en þar er hún eins konar rágjafi. „Ég má ekki segja frá verkefninu í augnablikinu vegna samninga. Ég get hins vegar sagt að ég er að vinna með flestöllum sem koma að þættinum, framleiðendum og leikurunum,“ segir Ragnhildur, eða Ragga eins og hún er kölluð, en aðstandendur Simpsons-þáttanna fengu ábendingu um Röggu. „Þeir höfðu samband við mig eftir ábendingu. Ég mætti í viðtal hjá framleiðendum sem gekk bara vel þannig að daginn eftir var ég mætt til vinnu upp í Fox Studios.“ Ragga fullyrðir að það sé gaman að fá innsýn í vinnuna á bak við teiknimyndaseríuna frægu sem er einn langlífasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, en fyrsti þátturinn um Simpsons-fjölskylduna fór í loftið árið 1989. „Það er magnað að sjá hversu mikið batterí þættirnir eru sem og vörumerkið sjálft. Það er mikil fagmennska hérna, allir mjög almennilegir og andrúmsloftið þægilegt.“ Ragga kláraði master í framleiðslu ytra síðastliðið vor en henni líkar búsetan í borg englanna vel. „Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér hérna en það er voðalega gaman og ég er afar þakklát þegar ég fæ svona símtöl eins og frá Simpsons. Gott að hafa góða samstarfsaðila hérna.“- áp Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
„Ég hef alltaf verið aðdáandi Simpsons-fjölskyldunnar og horfði mikið á þáttinn sem unglingur en ég var 12 ára þegar hann fór fyrst í loftið,“ segir framleiðandinn Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu The Simpsons. Ragnhildur hefur verið búsett í Los Angeles síðan árið 2010 þar sem hún hefur hoppað á milli ýmissa verkefna innan kvikmyndageirans. Starf hennar hjá teiknimyndaseríunni frægu er tímabundið en þar er hún eins konar rágjafi. „Ég má ekki segja frá verkefninu í augnablikinu vegna samninga. Ég get hins vegar sagt að ég er að vinna með flestöllum sem koma að þættinum, framleiðendum og leikurunum,“ segir Ragnhildur, eða Ragga eins og hún er kölluð, en aðstandendur Simpsons-þáttanna fengu ábendingu um Röggu. „Þeir höfðu samband við mig eftir ábendingu. Ég mætti í viðtal hjá framleiðendum sem gekk bara vel þannig að daginn eftir var ég mætt til vinnu upp í Fox Studios.“ Ragga fullyrðir að það sé gaman að fá innsýn í vinnuna á bak við teiknimyndaseríuna frægu sem er einn langlífasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, en fyrsti þátturinn um Simpsons-fjölskylduna fór í loftið árið 1989. „Það er magnað að sjá hversu mikið batterí þættirnir eru sem og vörumerkið sjálft. Það er mikil fagmennska hérna, allir mjög almennilegir og andrúmsloftið þægilegt.“ Ragga kláraði master í framleiðslu ytra síðastliðið vor en henni líkar búsetan í borg englanna vel. „Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér hérna en það er voðalega gaman og ég er afar þakklát þegar ég fæ svona símtöl eins og frá Simpsons. Gott að hafa góða samstarfsaðila hérna.“- áp
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira