Innlent

Eldur í bílageymslu

Eldur kom upp í bílageymslu við Hestavað í Norðlingaholti á þriðja tímanum í dag. Tilkynnt var um reyk og svaraði slökkvilið höfuðborgarsvæðisins útkallinu.

Reykkafarar fóru inn en það tók þá um tuttugu mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Geymslan er nú reykræst. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×